Mímir - 01.06.1981, Page 101

Mímir - 01.06.1981, Page 101
kyklópann sem Ódysseifur lék svo grátt, að hann átti sína fulltrúa meðal guðanna, þótt honum svipi um margt til jötna ásatrúarinn- ar. Þetta undirstrikar þann meginmun sem er á afstöðu guða til manna í hinum gríska og norræna hetjusagnaheimi. 6. ,,Pá nótt, er Óláfr konungr lá í samnaðinum ok áðr er frá sagt, vakði hann löngum ok bað til guðs fyrir sér ok liði sínu ok sofnaði lítt. Rann á hann höfgi mót deginum. En er hann vaknaði, þá rann dagr upp. Konungi þótti heldr snimmt at vekja herinn. Pá spurði hann, hvar Pormóðr skáld væri. Hann var þar nær ok svarar, spurði, hvat konungr vildi honum. Konungr segir: „Tel þú oss kvæði nökkut.“ Pormóðr settisk upp ok kvað hátt mjök, svá at heyrði um allan herinn. Hann kvað Bjarkamál in fornu, ok er þetta upp- haf: Dagr es upp kominn dynja hana fjaðrar, mál es vílmögum at vinna erfiði. Vaki æ ok vaki vina höfuð, allir enir æztu Aðils of sinnar. Hár enn harðgreipi, Hrólfr skjótandi, ættum góðir menn, þeirs ekki flýja, vekka yðr at víni né at vífs rúnum heldr vekk yðr at hörðum Hildar leiki. Pá vaknaði liðit. En er lokit var kvæðinu, þá þökkuðu menn honum kvæðit, ok fannsk mönn- um mikit um ok þótti vel til fundit ok kölluðu kvæðit Húskarlahvöt. Konungr þakkaði honum skemmtan sína. Síðan tók konungr gullhring, er stóð hálfa mörk, ok gaf Pormóði."20) Þessi tilvitnun úr Heimskringlu sýnir að hetjusögur voru ekki aðeins sagðar til skemmtunar, þær höfðu líka það hlutverk, að vera hvatning hermönnum, enda var kvæð- ið kallað „Húskarlahvöt“. Hetjurnar voru fyrirmyndir sem höfðu svipað hlutverk í .lífi hermannsins og kristnir píslavottar í lífi krossfarans og pílagrímsins. Hermaðurinn hefur svipaða nautn af því að heyra hetju- söguna og pílagrímurinn af að heyra dýrlinga- sögur um píslarvætti og þjónustu við guð. Báðir sækjast þeir eftir ódauðleika, hermað- urinn eftir þeim orðstír sem aldrei deyr og pílagrímurinn eftir eilífu lífi á himnum. Þess vegna sækjast þeir eftir fyrirmyndum sem hafa öðlast þennan ódauðleika. Hetjan verð- ur einskonar frummynd hermennskunnar sem allir hermenn hljóta að reyna að nálgast og taka til fyrirmyndar. Þannig hafði hetjuskáld- skapurinn hlutverk í þeim þjóðfélögum sem mótuðu hann. Konungar höfðu skáld á mála og mátu þau mikils, því bæði þurfti að hafa ofan af fyrir hirðinni og innræta mönnum þann hugsunarhátt sem við átti í hernaði og mannraunum. Þessvegna launar Ólafur kon- ungur Þormóði kvæðið svo ríkulega. Þannig var hetjuskáldskapurinn í nánum tengslum við lífið sjálft, ekki bara fánýt skemmtun, heldur mikils metin atvinna. Og skáldið var ekki, eins og nú tíðkast svo mjög, upp á kant við tilveruna, heldur í fullkominni sátt við þjóðfélagið. Hlutverk þess var ekki að úthella eigin tilfinningum, heldur að vekja upp þær tilfinningar sem áheyrendur sóttust eftir. Hitt er svo annað að hetjusögurnar hafa margar hverjar orðið sínu langlífari en þau þjóðfélags- form sem ólu þær af sér. Þannig lifir Sig- urður Fáfnisbani enn í færeyskum sagnadöns- um, og hér á Islandi voru hetjur þjóðflutn- ingatímans í fullu fjöri fram eftir öllum öld- um, og gengu aftur í rímum og alþýðlegri sagnaskemmtun, þótt um síðir væri lítið eftir af þeim tignarlega anda sem einkenndi eldri form sagnanna. Oftlega urðu þær um síðir að hálfgerðum kynjasögum og ævintýrum, sem lítið áttu skylt við uppruna sinn. Hér verður ekki farið út í það, að lýsa þróun og vinsældum hetjusagna á seinni tím- um, heldur sleginn botn í þessa ritgerð með tilvitnun í Lögmannsannál, þar sem skráðir 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.