Nýir pennar - 15.04.1947, Side 4
John L, Brown
Maðurinn er
umkomulaus
J\/[aÐURINN er umkomu-
leysingi. Hann veit ekki hvern-
ig eða hvers vegna hann hefur
orðið til í heimi, sem hann ekki
skilur. En honum hefur verið
veitt frelsi, sem hann getur svik-
ið en ekki afneitað, frelsi til að
marka af veikum mætti og ótta
lífsleið sína gegnum óvissu og
stöðuga angist.
Það er Jean-Paul Sartre sem
talar, spámaður existentalism-
ans, nýrrar heimspekistefnu,
sem reis upp úr rústum Frakk-
lands í styrjaldarlok og hefur
vakið geysilega athygli um allan
'heim. Þessi endurvakta lífsskoð-
un svartsýninnar hefur fallið í
góðan jarðveg, meðan hið mikla
rót styrjaldarinnar er á hugum
manna, og leikrit spámannsins
Sartres hafa verið sýnd um all-
an heim, skáldsögur hans eru
ræddar í öllum löndum og píla-
grímar gera sér ferð á hendur til
lítillar skrifstofu í Sebastien-
Bottin götu í París, eða á bar-
inn í Hotel Pont-Royal, þar sem
Frakkinn Jean-Paul Sartre er einn umdeildasti rit-
höíundur og heimspekingur, sem nú er uppi. Þessi
grein er um hann og hinar sérkennilegu lífsskoSanir
hans, sem nú breiSast ört út.
2