Nýir pennar - 15.04.1947, Síða 6
inga, til dæmis Husseris og Hei-
deggers.
Sartre kunni illa við sig í Le
Havrc. Hann hefur alltaf verið
Parísarbúi í orðsins fyllstu
merkingu og aldrei unað sér
langdvölum fjanú þeirri borg.
Innan skamms fór hann aftur
til höfuðborgarinnar og fékk þar
kennarastöðu, heldur rólega, svo
að hann gat skrifað og lesið af
kappi fyrir sjálfan sig. Ilann bjó
í litlu gistihúsi við Signugötu,
þar sem allt úir og grúir af bóka-
verzlunum, forngripasöfnum og
listasöfnum. Hótel Lousiana var
hvorki íburðarmikið né hrein-
legt, en hann kunni vel við her-
bergið sitt þar og hélt því árum
saman. Hann hélt sig lengstum
á kaffihúsunum, þar sem and-
ans menn Parísarborgar höfð-
ust í þá tíð við myrkranna á
milli. Hann og félagar hans
völdu sér veitingahúsið Flore,
og þar sat hann tímum saman,
alltaf við sama borðið, las og
skrifaði, rabbaði við kunningja
og dreypti á glasi. Eins og hin
„andlegu“ veitingahúsin í latn-
eska hverfinu, þá var Flore eins
konar setustofa, fundasalur,
bókasafn, vinnustofa og mót-
tökuherbergi fyrir rithöfunda
og skáld, og óteljandi meistara-
verk og „ismar“ urðu þarna til
að rneira eða minna leyti.
En Jean-Paul Sartre var ekki
eins og aðrir heimsspekikennar-
ar. Hann lokaði sig ekki inni
við bækur, heldur fór oft út í
borgina, heimsótti skemmti-_
staðina í Montmartre og Mont-
parnasse, hann kynntist almúg-
anum, barþjónunum, verka-
mönnunum, bílstjórunum og
vændiskonunum. Og flest af
þessu fólki hefur komið fram
Ijóslifandi í sögum Sartres, til
dæmis í skáldsögunni „The Age
of Reason“. A sumrin lágu þeir
Sartre og félagar hans uppi á
húsþaki í sólbaði og hlustuðu á
amerískar jazzplötur. Þeir lásu
óendanlega, ekki aðeins hina
strembnu þýzku heimsspekinga,
heldur skáldsögur, og Sart.re
fékk mikla aðdáun á höfundum
eins og Faulkner og Caldwell.
Þetta var listamannalif á hæsta
stigi, og Sartre ræddi hugmynd-
ir sínar um manninn og alheim-
inn, er hann gekk um um kaffi-
húsin í Saint-Germain-des-Prés
klæddur í lambskinn og alltaf
með pípu í munninum.
Þannig var það, en þannig er
það ekki enn. Sartre og sumir
4