Nýir pennar - 15.04.1947, Page 15
Björn Sigfússon
Arfur öreigans
og Heiðrekur Guðmundsson
Björtum augum lífið lítum,
lúabönd af huga slítum.
Hlæjum burtu grát úr geði,
glæðum andans vaxtarþrá.
Þróist fræ, sem falið lá.
Finnum aftur barnsins gle&i.
Margir fyrst á banabeði
birtu lífsins skynjað fá.
Birta lífsins er fagnaðarerindi
skálds, sem óblíð tilvera hefur
hert og gert svartsýnan. Hið
undursamlega b'irtist stundum
þeim einum, sem þjáðst hafa
og vanizt myrkri. „Néista af
himins miklu mildi / myrkur-
skyggna augað sér“, kvað Einar.
Návist dauðans gerir á sama
hátt bjart yfir liðnu og hverf-
andi lífi. Náðargjafir skálds eru
harmar og ljúfsár gleði, sem
magna skynjanir og skilning
manna á dásamlega hluti, er
öðrum þykja hversdagslegir eða
fánýtir, þangað til skáld kann
að hjálpa þeim til að sjá.
Vísa Heiðreks hér að ofan er
karlmannleg stefnuskrá. Gleði
barns og undrun hinna deyjandi
yfir dásemd lífsins getur ekki
haldizt ævilangt í vitund nokk-
urs manns, sízt viturs manns.
En þessa gleði og þessa undrun
einsetur hann sér að finna aftur
og aftur, fyrst hann hefur eitt
13