Nýir pennar - 15.04.1947, Page 17

Nýir pennar - 15.04.1947, Page 17
bundið við skapferli hans, og er það enginn galli hjá manni, sem virðist í skoðunum einþykkur og frjálsmannlegur í senn, vel viti borinn. Hann hefur sitthvað að segja, og ekki er ugglaust, að við því fái hann fleiri and- mælendur en jábræður. Hitt getur ekki dulizt skynbænim mönnum, að Heiðrekur er skáld, orkumikill Iistamaður fárra, en sterkra andstæðna. íslendingar eignast ekki þjóð- skáld á hverju ári. Sá sómi hef- ur mér hlotnazt að gagnrýna í Nýjum pennum einhver af kvæðuin Heiðreks og leitast við að bregða með því skilningsljósi yfir bók hans í heild. Aídrei finnst mér gagnrýn- andi eiga að glíma þess kyns draugaglímu við skáldverk, að hold kremjist frá beini í átök- unum. En alveg er óhætt að taka svo fast á þessum kvæð- um, að finna megi, að þau eru ekki svipir né uppvakningar, heldur hluti af höfundi, áþreif- anleg jafnt og hann sjálfur. Nokkur sýnishorn af kvæðun- um birtast hér á eftir og vitna ég til þeirra. Flest kvæði Heiðreks eru frumlegri en Haustljóð og meira Heiðrekur Guðmundsson. í þau spunnið. Þess vegna vel ég það til marks um, hvemig honum tekst, þegar hann setur sér ekkert meira fyrir en ganga vel frá kunnum boðskap í litlu ljóði. Angurværð haustsins verkar heit og þýð á skilningar- vit manns við að lesa fyrstu vís- una. Næsta vísa skiptir um rödd, snýst með köldum rómi yfir í dauðadóm — og fyrirheit. — í þriðju vísu eru niðurstöður hinna tveggja lagðar á meta- 15

x

Nýir pennar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.