Nýir pennar - 15.04.1947, Page 18

Nýir pennar - 15.04.1947, Page 18
skálar þekkingar og þróunar- trúar. „Heitt og kalt“ þykir fara vel saman víðar en þarna. Vera kann, að viðkvæmum Ijóðvin- um hætti við tannakuli af of snöggum umskiptum hins log- heita og kalda, sem fyrir koma í kvæðum Heiðreks. Við því fær hann seint séð með öllu. Menn, sem eru nógu lundlíkir honum til að skilja fyrirbrigðið, sjá í kvæðunum, að það er hamur harðs vilja. En hitinn og kuld- inn, tilfinningar samferða harð- geru viti, efla hvor annars bruna án þess að blandast og eru þá til skiptis á meðvitundaryfir- borði skáldsins éins og tveir ó- líkir straumar (hugkleyfi). Alit mitt um Haustljóð er þetta: ekki sérlega merkilegt ljóð, en vissulega betur birt en óbirt. Ástarljóðið / Hállormsstaða- skógi er svo blæfagurt og mynd- ir þess, svo samstilltar hver við aðra, að við ]iað þyrfti að gera sönglag. Kvæðið hefur allan há- tíðleik hins ástfangna, og að því stuðlar hið glæsta umhverfi, þangað til skógur og hágeng sól eyðist úr vitundinni fyrir ná- vist og faðmlögum stúlkunnar hans. Kýmnin seinast um þann grasaleitarárangur að finna ekki nema eitt blóm í öllum Hall- ormsstaðaskógi er svo létt og þó í ætt við hátíðleikann, að hún spillir honum á éngan hátt, myndar brú frá honum yfir í hversdagslífið. Mér verður hlýtt til þessa kvæðis. Móðirin i dalnum er eitt af þeim kvæðum, sem sýna, að skáldið er vaxið stórum verk- efnum, og mér finnst það bezt orta kvæðið um sitt efni á ís- lenzku. Harmsaga þess hefur gerzt á öllum öldum, en ekki sízt þau 80 ár, sem íslenzki flótt- inn úr sveitunum hefur verið meðal helztu þjóðmála . okkar. Skáld þeirra 80 ára hafa víða minnzt hennar, en aldrei svo, að megingildi þessa nýjasta kvæðis rýrni fyrir þá sök. Myndin af konu við ösku- hlóðir sést í fáum dráttum og skörpum. Glóðarglampar gera föla andlitið bleikt öðru hverju og þögular rúnir þess voveifleg- ar, meðan skáldið les úr þeim hetjusögu viðkvæmrar móður, sem átti styrkar hendur og kann ekki enn að æðrast, en kaleikur bölsins er henni eiturbikar. Þess vegna er hún orðin sljó og feig, væntir einskis framar á himni né jörð. 16

x

Nýir pennar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.