Nýir pennar - 15.04.1947, Síða 19
Andstæða þessarar myndar
rifjast upp. Hún er ung, syng-
ur um ást og vor, grætur fagn-
aðartárum í hamingju sinni með
unnustanum hjá eyðibæ, þar
sem framtíðarhöll þeirra skal
rísa. Og hallirnar reistu þau —
í huganum.
Ævi hjónanna varð erfið, því
að „löngum hefur sá lítil völd, /
sem lifið krefur um þyngstu
gjöld“. Hallirnar hrundu, og yf-
ir rústum þeirra þaut napurlega
í minningunni alla ævi. En störf
sín leystu þau af hendi og komu
upp börnum.
Astarsaga þeirra er sögð af
djúpum skilningi, hallað á hvor-
ugt, ekki breitt yfir neitt né af-
sakað, en meginorsök ástleysis
tilgreind með afleiðingum. Eftir
þetta verður tilvera eiginmanns-
ins aukaatriði, hann hverfur úr
kvæðinu án umræðu.
Börnin urðu henni allt. Þeirra
vegna hafði hún unað inni,
bundinn fangi, án þess að njóta
vorblíðu og fegurðar sveitar
sinnar, án þess að njóta nokkurs
af því, sem gerði annarra líf
hamingjusamt. I þeim fól hún
alla ást sína og trú og kynti
þeim í hjartanu fórnarbál sitt.
En hvað gat þá orðið um hjarta
„Það er eigi lítið afrek
fyrir son skálds að vaxa
upp með föðurnum,
verða talsvert eðlislíkur
honum, gerast einnig
skáld, en ná því sjálf-
stæði í skoðunum, tungu-
taki og allri braglist. að
bergmál frá hinum eldra
verði hvergi að meini".
Þetta segir greinarhöf-
undur um Heiðrek Guð-
mundsson, son Guð-
mundar á Sandi. Kynnizt
þessu unga og efnilega
skáldi.
hennar, ást og trú, þegar börn-
in færu? Með miskunnarlausri
bersýni verður skáldið að fylgja
þessum mannþekkingarþræði
eftir til kulnaðra öskuhlóðanna
í kvæðislok.
Létt og bjart er yfir leik barn-
anna inni á palli, og um glugg-
ann Ieika hvítu mjallgusurnar,
renna sér líkt krökkum í einni
bendu. En slcáldið gleymir ekki
að bregða upp líkingu, sem á-
17