Nýir pennar - 15.04.1947, Qupperneq 20
HAUSTLJÓÐ
Blómgróin jörðin brugðið hefur lit.
Bliknandi laufin skjálfa í haustsins þyt.
Síðustu angan sumardegi frá
sölnandi jurtir bregða fyrir vit.
Ilúmar að nótt, og haust með kóldum róm
hrómandi lífi birtir skapadóm.
Nœst, þegar dísir vorsins völdum ná,
vex af þess rótrnri stœrra og fegra blóm.
Jurtimar blikna. Frœin falla í skjól.
Fram veltur stóðugt tímans mikla hjól.
Gróandi líf að lokum deyr, - - en þó
lyftir því nœsta hœrra móti sól.
minnir um kvæðisþráðinn: „með
fjaðrir grannar til flugs á braut“.
Ungar verða fleygir og fljúga
úr móðurhreiðri, nema einhver
hefði harðlyndi til að vængstýfa
þá. Þannig missti þessi móðir
öll sín börn.
Hvers vegna er sagan þar með
ÖIIP Hvers vegna eygir hún eng-
an tilgang framar? Heiðrekur
væri minna raunsæisskáld en
hann er, ef hann léti því ósvar-
að. Hann segir: Þar í þröngu
koti gerðist sagan, og þráin,
vonin um tilgang, er öll bundin
við lokáða hrihginn, þar sem
móðirin hafði verið bundinn
fangi beztu ár ævinnar. Þjóðfé-
lagsádeilan er nokkuð önnur en
tíðkast í samkvns Ijóðum. Hér
er ekkert vol um það að ganga
hljótt hjá verkamannsins kofa,
ekki gælt við bölið.
Markmið kvæðisins er annars
ekki skýringar, heldur að gera
mönnum þessa sveitakonu hug-
stæða. Myndir þess sveiflast
hratt fram í öruggu samhengi
til loka, bornar af arnsúg hins
dýra, dynfleyga háttar.
Um leið og ég hverf frá þessu
kvæði, fýsir mig að vita, hvað
18