Nýir pennar - 15.04.1947, Page 25

Nýir pennar - 15.04.1947, Page 25
MOÐIRIN I DALNUM Þig, aldna mófíir, við œvirókkur, sem inn í glóðimar starir föl, ég nálgast hljóður og harla klöhkur og harma í Ijóðum þitt œviböl. Um vanga og brúnir, sem tcerði tál, þar tala rúnir hið þögla mál. Þú situr hnípin á svolum degi, og sorgin grípur úm hjartans und. Þinn kaleik sýpur og æðrast eigi, og eitrið drýpur í gljúpa lund. A enda rennur þitt æviskeið. Til ösku brennur hver von um leið. En sveitin fríða gat svalað þránum, er söngstu blíðast um ást og vor. Um grœnar lilíðar á eftir ánum þú áttir tíðúm hin léttu spor. — Þú horfir bleik inn í húmsins glóð, og hugur reikar um foma slóð: — Við elfarniðinn hjá eyðibœnum í ást og friði var gefið heit. Við lóukliðinn í lundi grœnum, er líjið iðaði um gróinn reit, þú grézt, er fangin af gleði varst, og gróðurangan að vitum 'barst.

x

Nýir pennar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.