Nýir pennar - 15.04.1947, Side 32

Nýir pennar - 15.04.1947, Side 32
Þegar þú verður orðinn gamall maður í Vendée, þá skalt þú geta sagt barnabörnum þínum, að einu sinni á æskuárum þín- um hafir þú þekkt fegurstu konu Frakklands, og það hafi ekki kostað þig svo mikið sem eitt einasta sou“. Hún opnaði litla skúffu, þar sem hann hafði kvöldið áður séð hana setja 5000 frankana. „Hérna“, sagði hún með und- urfagurri hreyfingu. „Þú skalt fá peningana þína aftur“. Og hún rétti honum fimm franka. i Þegar hið þekkta, ameríska tónskáld, George Gerswin, dó á unga aldri, skrifaði einn af aðdáendum hans langt og væmið tónverk til minningar um hinn látna snilling. Hann gat einhvern veginn fengið píanóleikarann Oscar Levant til að hlusta á verkið, og lék hann eftirmælin af miklum innileik fyirr Levant. Þegar leiknum var lokið leit maðurinn á Levant, en sá aðeins andlitsgrettur um leið og Levant sagði: „Það hefði verið betra ef þér hefðuð dáið og Gerswin hefði samið hljómkviðu eftir yður!“ 30

x

Nýir pennar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.