Nýir pennar - 15.04.1947, Page 40

Nýir pennar - 15.04.1947, Page 40
Ljósaskipti i. Kynlegt, að það skyldi vera svona dimmt í dag. Það var þó farið að verða bjartara á morgn- ana að undanförnu. Ekki var hún heldur of snemma á ferli. Raunar var tekið að birta af degi að vissu leyti. Lengst í fjarska var himinninn næstum því hvítur yfir kolsvörtum hús- þökunum, en það stafaði ekki birtu af honum, það var næst- um því enn dimmara af hans völdum. Loftið var þykkt og eins og þokudrungað. Ljóskerin báru ékki einu sinni birtu, að heitið gæti. Þau voru dauf og lofthrædd í mvrkrinu og ósuðu. I dag var allt svo undarlegt. Þetta hlaut að verða óheilladag- ur. Hún hafði fundið þetta á sér, þegar hún var að hita handa sér kaffið í morgun. Hún hafði ekki vakið börnin, en bara tek- ið til mat handa þeim og látið þau sofa — þetta var þó sunnu- dagur. Henni hafði orðið svo undarlega við að fara frá þeim. Þau voru svo iítil og hjálpar- vana, þar sem þau lágu og sváfu; þau hlytu að verða svo einmana, þegar hún færi frá þeim, hafði hún hugsað með sér. Svo hafði hún misst bollann á gólfið,' hann hafði ekki brotn- að, en allt þetta indæla kaffi fór til spillis. Hún var líka orðin naumt fyrir, svo að hún hafði orðið að fara í flýti, án þess að bragða þurrt eða vott. Það var sennilega þess vegna, að hún var svona loppin og skjálfandi. Hún laut niður og náði betra taki á þungum blaðastrangan- um. Það var eiginlega ekkert vit í því að burðast með svona þunga byrði. Einhvern góðan veðurdag myndi hana bresta þrtík til þess. Að lokum kæmi 38

x

Nýir pennar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.