Nýir pennar - 15.04.1947, Page 42

Nýir pennar - 15.04.1947, Page 42
ist lifandi vera. Hrörleg húsin með alla svörtu gluggana — þau báru svip þess, að eitthvað illt og leyndardómsfullt byggi þar inni. — í hvert skipti, sem hún varð að fara inn í einhvern þess- ara gínandi, dimmu húsagarða með blað, átti hún von á því að hitta það fyrir. — Hún hafði hraðan á að losa sig við blöðin og hljóp svo við fót. Það var einhver, sem veitti henni eftirför allan tímann. Og hún var orðin svo máttlaus í hnjánum, að það var ekki til neins að ætla að reyna að kom- ast undan. Næmi hún staðar, þá stóð hann líka kyrr; en legði hún af stað aftur, þá veitti hann henni eftirför. Og það dró æ meira saman með þeim. Guði sé lof fyrir, að hún var senn búin og gat farið heim aft- ur. Hún flýtti sér af stað aftur. Af gilda, þunga stranganum voru aðeins örfá blöð eftir. Þarna í hornhúsinu bjuggu tveir, sem áttu að fá blaðið, og svo var það mjólkurbúin og tvö hús enn, og þá var hún búin. Nú höfðu þeir slökkt á ljós- kerunum. Himinninn var alhvít- ur, en húmið hélzt enn við und- ir húsveggjunum, grá og óhugn- anleg skíma hvíldi yfir öllu. Ein- hvers staðar heyrðist skrölt í tómum vagni. Það var þó ékki neitt til að hræðast. En nú var hún komin að nið- urlotum. Hún varð að setjast á tröppur og kasta mæðinni. Hún fann hvergi til sársauka, en hana svimaði, og það var eins og dreg- ið hefði úr henni allan mátt. Að hugsa sér, ef hún gæti nú ekki framar staðið upp! — Hún fann sig alit í einu svo algerlega hjálparvana, þar sem hún sat. Hún ætlaði þegar að standa upp aftur, en orkaði því ekki. Hún sat bara kyrr og horfði fram fyr- ir sig starandi áugum. Það var ekkert vit í" þessu, það dugði ekki að sitja svona hér! — Hún varð þó að komast heim! Þarna stóð hann og beið hennar. Og nú kom hann, já, nú kom hann! — Guð minn góður, muldraði hún fyrir munni sér. Hún band- aði frá sér höndunum eins og til að bera af sér biak. Svo lét, hún fallast aftur á bak. Nokkr- um sinnum fóru krampadrættir um líkama hennar, eftir það lá hún grafkyrr. Smávaxin, samanhnipruð 40

x

Nýir pennar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.