Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 43
mannveran var aðeins talandi
tákn mikillar og átakanlegrar
fátæktar.
Blöðin höfðu runnið úr hand-
arkrika hennar og lágu á gang-
stéttinni fyrir framan hana.
II.
í myrkrinu undir súðinni voru
tvö rúm. Annað var mannlaust
og óumbúið, í hinu lágu tvö lítil
börn og sváfu. Þau hjúfruðu sig
hvort að öðru. Minna barnið,
lítill drengur, hafði rjóða hnef-
ana á lofti kreppta um dýrleg-
an, dreymdan fjársjóð.
Þetta var í gráma aftureld-
ingarinnar. Glugginn sat fölur
í svörtum veggnum, og seyrinn,
óráðinn dagur seytlaði inn um
fátækleg gluggatjöldin.
Á rósrauðum vaxdúknum á
borðinu stóð diskur með tveim-
ur þykkum brauðsneiðum með
smjöri og mysuosti ofan á. Þar
stóðu líka tveir smeittir bl'ikk-
bollar með bláleitri mjólk.
Annars var ekki stássinu fyr-
ir að fara í stofunni. Á þilinu
var mynd úr Heimilisritinu,
nakin kona með sporði; það var
hafmey. Á dragkistunni stóðu
tveir kettir úr bláu gleri og ljós-
mynd af ungri stúlku í dökkum
fcrmingarkjól og með fölt, svip-
laust andlit. Þetta var líklega
móðir barnanna, og meira vissu
þau sennilega ekki um hana.
Nú tóku þau að láta á sér
bæra yfir í rúminu. Litli snáðinn
greip í fléttuna á systur sinni
og kippti dugiega í hana. Hún
fór á fætur og hjálpaði honum
að klæðast. Hún var smáleit,
andlitið fölt og umburðarlyndi
og seigla í svipnum, augun al-
varleg og framkoman hæglát,
ráðsett og fullorðinsleg — eins
og jafnan er um litlu, eldri syst-
urnar í skuggalegu og óvist'legu
súðarherbergjunum, se'm liggja
norðan í móti. Hún þvoði hon-
um og áminnti hann og greiddi
honum. Að því búnu settust
þau að snæðingi.
Þau voru búin að gefa Guði
þökkina, og Nils sat nú og tal-
aði lágt og kumpánlega við
blikkdósina Kolumbus. En
Kristín sat auðum höndum, því
að það var sunnudagur.
Kolumbus hafði upphaflega
verið málaður fögrum litum,
rauður og blár og gulur og
grænn; en nú var málningin því
sem næst alveg dottin af. Hann
var beyglaður og illa farinn; en
bak við hið óbrotna og tilkomu-
41