Nýir pennar - 15.04.1947, Page 44

Nýir pennar - 15.04.1947, Page 44
litla útlit leyndust sjaldgæfir kostir, sem Nils einn kunni skil á. Það hafði einu sinni verið brjóstsykur í dósinni. Hún var hnöttótt eins og kúla, þess vegna hét hún Kolumbus. En að lokum hafði Nils held- ur ekkert að taka sér fyrir hend- ur, og það var grafkyrrð í stof- unni. Þau voru orðin svöng aft- ur; en amma kom ekki. Þau sátu þolinmóð og biðu; það varð löng bið. Niis settist hjá Kristínu og fór að kjökra. — Fer ekki amma að koma heim? — Jú, nú fer amma alveg að koma, sagði Kristín. En sjálf var hún líka smeyk. Þetta var svo, undarlegt. Tíminn var svo hræðilega lengi að líða, jafnvel ennþá lengur en í kirkjunni, og hvergi hafði Kristín vitað hann silalegri en þar. Myrkrið skall á. Börnin sátu grafkyrr hvort við annars hlið á stóra skemlinum. Það dimmdi æ meira, og þau hjúfruðu sig æ fastar hvort að öðru'. Þau sátu þarna og horfðu í áttina til gluggans, sem smám saman sog- aði alla birtuna úr stofunni. Loks varð hann ekki annað en dauf, hvít tafla með svörtum krossi. Ilelgi Sœmundsson þýddi. 42

x

Nýir pennar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.