Nýir pennar - 15.04.1947, Page 49

Nýir pennar - 15.04.1947, Page 49
týnzt á næturþeli, en hins vegar lítið ofið í dánarheimum. Þeir dönsuðu eigi að síður, draugarnir. Hollendingur lék á fiðlu fyrir dansinum. Einungis ein kona, er líktist móður hans, sem orðið hafði úti, stóð grafkyrr með krosslagðar hendur á brjósti og horfði ásak- andi á hann. En stundum otaði hún í hann vísifingurbeinunum eins og til að fæla hann burtu. Ferðalangurinn rámkaði við sér, og hrollur fór um hann: „Lét ekki hún fóstra mín rjóða messuvíni og skírnarvatni í augun á mér, og hvers vegna þurfti ég þá að verða skyggn? Hvers vegna þarf ég, sem dey voveiflega, að sjá þessar ógnir sandsins, sem öðr- um er hlíft við, þangað til þeir farast? Hvert viltu, móðir mín, að ég flýi, fyrst draugarnir bíða mín, þangað til ég kem? Er ekki betra strax? Lífið er víti. En draugamir dansa, ha, ha, ha. Ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha“. Enn einu sinni reyndi ferðalangurinn þó að velta gátu lífs síns fyrir sér með geðró. Þá er hann fór í verið fyrir nokkrum mánuðum, var hann heit- bundinn, en litlu fyrir uppdráttarveizluna fékk hann uppsagnar- bréf frá unnustunni. Bréfið las hann aftur og aftur. Það var á þessa leið: „Ég er þín í rauninni a!ls ekki verð. ... Þú átt sannarlega skilið að fá betri konu en mig. ... Það er holdsveiki í ættinni minni. ... En úr því að Jón á Brekku, sem veit um þenna og aðra ókosti á mér, vill samt eiga mig, þá verður lýst með okkur á sunnudaginn kemur. . . . Pabbi hefur alltaf verið á móti því að gefa mig jarð- næðislausum og sauðiausum manni, hefur talið mig fara í hund- ana, ef ég ætti þig. Að vísu er hann sjálfur orðinn slitinn, þyrfti að hætta búskap og fara í hornið, — frá Dimmanúpi mun hann aldrei flytjast, — en hann vill ekki, að þú takir við Núpnum, held- ur, að heylanirnar yrðu þá ekki háar, sauðirnir týndu töiunni, kveðst í einu orði sagt heldur vilja fleygja mér í mógröf. Annars er skrýtið að ýmislegt kemur fyrir okkur um ævina, sem við get- um engan hemil haft á, og þó einkum það, að margt getur átt upptök sín í sjálfum okkur, er við ráðum ekkert við, — ég á við 47

x

Nýir pennar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.