Nýir pennar - 15.04.1947, Page 63

Nýir pennar - 15.04.1947, Page 63
Því næst opnaði hann niinna blaðið í sjálfskeiðingnum, lagðist á hnén og skar kveðju til unnustu sinnar á hnakkhlífina. Hann vandaði sig 'eftir mætti. Stafagerð hans var auðþekkt á hnakkhlíf- inni, þótt hann ynni þetta í skuggsýnu skjálfhentur. Tárin hrundu niður fölt, stórskorið andlit hans, er hann sýslaði þetta, og krampa- kipringur kom í augnalokin. \ Hann treysti sér ekki að koma heim, hvort sem hún var enn á Gili eða flutt. Hún vildi hvorki heyra hann né sjá lengur. Hún hafði lagt líf hans í rústir, og úr þeini rústum varð engu bjargao, ekkert reist, — æskuást hans og vordraumar glataðir. Tilgangs- leysið eitt blasti fram undan eins og sísollinn sær, fannst honum. Hann fleygði sér í fljótið. Hvílík niðaþoka á sandinum. Engu var líkara en hún væri orðin höfuðskepna, — henni myndi aldrei frarnar létta. Varla var glæta í almennilegan danshring hjá draugunum, og strengirnir á fiðiu Hollendingsins urðu svo þvalir, að tónarnir bárust skammt. Draug- arnir urðu að tralla og söngla hljóðfallið öðru hverju. Andstyggi- legur hrafnagaldur, illspár, hæðnisorð og óp blönduðust við fiðlu- óminn og sönglið, er í hóp drauganna hafði í þessum svifum bætzt einn enn, er var svo fátækur og vansæll, að hann átti enga gröf til að hvílast í. „Ha, ha, ha. Ha, ha, ha, ha, ha“. NÝIR PENNAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Gröndal Afgreiðsla: Garðastræti 17, Reykjavík 61

x

Nýir pennar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.