Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 51

Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 51
Sýklalyf fyrir byrjendur49 Þannig eru bakteríudrepandi sýklalyf sérstaklega mikilvæg ef verið er að glíma við hægvaxandi bakteríur (t.d. flestir orsakavaldar hjartaþelsbólgu) eða ef sjúklingur er verulega ónæmisbældur. Eru komnar niðurstöður úr ræktunum og næmisprófum? Þegar við komumst að því hver orsaka - valdurinn er getum við strax klæðskera- sniðið meðferðina betur. Oftast vitum við sirka hvaða sýklalyf virka best gegn tiltekinni bakteríu við tilteknar aðstæður. Ef ræktun gefur orsakavaldinn er síðan hægt að prófa nánar fyrir sýklaly$anæmi bakteríunnar: hvaða sýklalyf ættu að virka gegn bakteríunni við ákveðnar aðstæður? Með þessari þekkingu getum við valið meðferð sem er þröngvirkari, sem um leið minnkar líkur á þróun sýklaly$aónæmis. Er sjúklingur að svara meðferðinni? Þegar sýklaly$ameðferð hefur verið hafin þarf síðan að fylgjast með meðferðarsvörun. Vanalega fara einkenni batnandi á viðeigandi sýklaly$ameðferð á fyrstu 1-2 dögunum. Ef þetta er ekki raunin gæti það verið af nokkrum ástæðum: bakterían er ónæm fyrir sýklalyfinu; sýklalyfið hentar ekki fyrir ákveðna sýkingu; eða vandamálið er ekki vegna bakteríusýkingar til að byrja með. Þá skiptir miklu máli að viðeigandi sýni voru tekin áður en sýklaly$ameðferð var hafin. Hafa komið fram aukaverkanir sýklalyfjameðferðar? Þessi mikilvæga spurning á það til að gleymast - aukaverkanir tengdar sýkla ly$a- meðferð eru algengar, þó þær séu sjaldnast alvarlegar. Algengustu auka verkanirnar, óháð flokki sýklaly$a, eru einkenni frá meltingarvegi: ógleði, upp köst, kviðverkir og niðurgangur. Hér ber sérstaklega að nefna að niðurgangur í kjölfar sýklaly$ameðferðar er vanalega vægur og þarfnast ekki frekari inngripa. Sýkla lyf eru einnig algengustu orsakavaldar ly$a ofnæmis - algengast er að sjá dreifð flöt/upp hleypt, rauð útbrot sem koma seint fram á sýkla ly$ameðferð, þó þinur (urticaria) geti einnig komið fram. Ofnæmislost og aðrar alvar legar birtingarmyndir ofnæmis eru sjald gæfar en lífshættulegar. Viss sýkla lyf hafa síðan sérstæðar aukaverkanir - síprófloxasín og önnur kínólón valda til dæmis gjarnan höfuð verkjum, svima og svefntruflunum; svipuð einkenni geta komið fram á meðferð með metrónídasól. TMP-SMX, auk þess að vera algengur ofnæmis valdur, getur valdið bæði falskri hækkun á kreatiníni og bráðum nýrna skaða, stundum með hækkun á kalíum í blóði. Klindamýsín er það sýklalyf sem veldur hlut fallslega oftast ristilbólgu vegna C. difficile. Bæði gentamísín og vankómýsín geta valdið skaða á heyrn og nýrna starf semi - því þarf að mæla styrk beggja þessara ly$a í blóði þegar meðferð varir lengur en í örfáa daga. Hversu lengi á að hafa sýklalyfjameðferðina? Lengd sýklaly$ameðferðar getur verið flókin að ákveða, og furðulega fá gögn liggja gjarnan að baki núverandi ráð leggingum. Þannig getur verið gagnlegt að muna sérstaklega hvaða sýkingar þurfa lengri meðferð en ella, t.d. liðsýkingar, bein- sýkingar og sýkingar í blöðruhálskirtli. Annars gildir að því styttra, því betra, svo lengi sem það er innan skynsemismarka. Til dæmis eru sterk gögn sem styðja 5-daga meðferð við hefðbundinni bakteríu lungna- bólgu, og mögulega er hægt að stytta meðferðina enn frekar. Tökum dæmi þar sem þessar spurningar koma að notum. Ung kona leitar til læknis með sviða við þvaglát og væga verki yfir þvagblöðru. Hún hefur ekki fyrri sögu um slík einkenni, hefur engin kerfisbundin einkenni sýkinga og er hitalaus. Hún hefur enga markverða fyrri heilsufarssögu og önnur kerfakönnun var neikvæð. Saga hennar gefur sterklega til kynna að um sé að ræða einfalda blöðrubólgu, sem er næstum alltaf vegna baktería við þessar aðstæður. Algengasti orsakavaldurinn er GN stafurinn Escherichia coli. Annar algengur orsakavaldur, sérstaklega í ungum konum, er GP bakterían Staphylococcus saprophyticus. Aðrir orsakavaldar geta verið aðrir GN stafir og síðan bakteríur af ættkvíslinni Enterococcus, þó það sjáist frekar hjá eldri einstaklingum. Ef ung, hraust manneskja er að greinast með einfalda blöðrubólgu og hefur ekki nýlega sögu um fyrri blöðrubólgur er greining möguleg út frá einkennum einvörðungu. Einnig þarf ekki að taka þvagsýni. Þó flestar einfaldar blöðrubólgur gangi að lokum til baka án meðferðar er þetta ekki algilt og sýklaly$ameðferð styttir marktækt batatíma. Því er ráðlegt að he$a hér empiríska sýklaly$ameðferð. Við höfum aðallega tvo kosti: beta-laktam sýklalyfið pivmesillinam eða sértæka sýklalyfið nítrófúrantóin. Bæði lyfin ná einungis marktækri þéttni í þvagblöðru; pivmesillinam virkar frábærlega gegn GN stöfum á borð við E. coli en nítrófúrantóin hefur breiðara virknisvið, með virkni gegn S. saprophyticus og enterókokkum ásamt margvíslegum GN stöfum. Bæði lyfin valda sjaldnast aukaverkunum og hafa frábært öryggi í skammvirkri meðferð við blöðrubólgum. Þannig væri nítrófúrantóin ákjósanlegasti kosturinn. Meðferð er samtals í 5 daga - ef okkar sjúklingur svarar ekki meðferðinni á næstu 2 dögum er hins vegar ástæða til að taka þvagsýni og senda í ræktun til að kortleggja nánar orsakavalda. Þó sýklalyf haldi áfram að vera flókinn ly$aflokkur ættu ofangreindar upplýsingar að nýtast til að hafa ákveðið skipulag utan um þessi stórmerkilegu lyf. Síðan má ekki gleyma nokkrum frábærum, aðgengilegum heimildum til að aðstoða við mat á sýk- ingum og val á sýklaly$um. Þær helstu eru: • „Ráðleggingar um meðferð algengra sýkinga utan spítala”, gefið út af Heilsugæslunni og Embætti Landlæknis, og unnið úr leiðbeiningum Strama. Þessar leiðbeiningar fara sérstaklega vel yfir greiningu algengra sýkinga ásamt uppvinnslu og meðferð þeirra, með áherslu á þjónustu á heilsugæslustigi. • „Sýklaly$aleiðbeiningar LSH” innihalda klínískar leiðbeiningar frá Landspítala um sýklaly$ameðferð fullorðinna einstaklinga sem greinast með bakteríusýkingar inn á spítala. Þar má einnig finna margvíslegan fróðleik um sýklalyf. Heimildir 1. Jónsson JS, Blöndal AB, editors. Strama - Skynsamleg ávísun sýklalyfja. Strama. Sótt 4. september 2021: https://throunarmidstod.is/svid-thih/ gaedathroun/strama/ 2. Jóhannsson B, Helgason KO. Fullorðnir - Sýklalyfjaleiðbeiningar LSH. Microguide viewer - web viewer. Sótt 4. September 2021: https://viewer.microguide.global/ LUH/ADULT7 3. Parker N, Schneegurt M, Tu A-HT, Forster BM, Lister P. Microbiology. Houston, TX: OpenStax; 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.