Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 67

Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 67
65 Badmintonmót læknanema Badmintonmót læknanema Það var í mars 2021. Rúmt ár var frá því að samkomutakmarkanir voru settar á og allir voru bugaðir og brotnir eftir ítrekaðar bylgjur, félagslífsskort og óhóflega einveru. Læknanemar voru sérstaklega viðkvæmir um þetta leyti þar sem árshátíð Félags læknanema, uppáhalds viðburður okkar allra, hefði undir venjulegum kringumstæðum verið haldin á þessum tíma. En eins og annað var hún aðeins $arlægur draumur og ekkert til að hugga sig við nema hlýjar og óljósar minningar. En þá gerðist nokkuð. Örsmá vonarglæta birtist á sjóndeildarhringnum, smitum fækkaði og takmarkanir rýmkuðu. Þá, öllum að óvörum, reis eins og fönix úr öskunni viðburður sem enginn sem þá stundaði nám við Læknadeild mundi lengur eftir; Badmintonmót læknanema. Prinsinn á hvíta hestinum, eða réttara sagt hvítu flugunni, kominn til að bjarga félagslífi læknanema. Eins og alþjóð veit eru læknanemar ekki bara klárir á bókina heldur líka klárir í slaginn og íþróttamenn upp til hópa. Því tók ekki langan tíma að fylla skráningu á mótið. Laugardaginn 20. mars héldu 32 galvaskir læknanemar suður með sjó með spaða í hönd. Mótið var haldið í íþróttahúsi Akurskóla í Reykjanesbæ og var aðstaðan öll hin glæsilegasta. Keppt var í tvíliðaleik og, eins og þeir sem ekki hafa tapað allri stærðfræðikunnáttu eftir innritun í Læknadeild hafa nú þegar áttað sig á, voru 16 lið skráð til leiks. Eftir stutta upphitun hófst mótið en liðunum hafði verið skipt af handahófi í $óra riðla. Þegar öll lið höfðu keppt innan síns riðils röðuðust þau í nýja riðla eftir því í hvaða sæti liðin lentu, þ.e.a.s. öll liðin sem lentu í fyrsta sæti lentu saman o.s.frv. Þá gat keppnin hafist fyrir alvöru. Ótrúlegt var að fylgjast með töktunum á mótinu og hefðu margir þarna vafalaust getað náð langt á þessu sviði hefði læknisfræðin ekki sett strik í reikninginn. Spaðinn var handleikinn af sömu einbeitingu og natni og saumaskæri í skurðaðgerð og flugan þaut á milli hraðar en læknanemi þegar hann fær sms um að það sé krufning eftir korter. Eftir þrjár klukkustundir, 48 leiki, mikinn svita, töluvert orðaskak og lágmarks barsmíðar (bara eitt tilvik sem vitað er um og svo það sé tekið fram sló sá sig sjálfur í höfuðið með spaðanum) var mótinu lokið. Sigurvegarar riðlana voru leystir út með páskaeggjum af stærri gerðinni og en þeir sem ekki komust á pall fengu smærri egg í sárabót. Þeir sem unnu efsta styrkleikariðilinn, og þar af leiðandi mótið, voru þeir Teitur Ari Theodórsson og Jóhann Ragnarsson fimmta árs læknanemar. Þess ber að geta að Teitur hafði ákveðið forskot á mótherja sína þar sem hann spilaði á heimavelli enda alinn upp í Njarðvíkinni. Badmintonmót læknanema 2021 var vel heppnaður viðburður í alla staði og er það klárt mál að hann verður aftur fasti í félagslífi læknanema, með fyrirvara um frekari faraldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.