Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 10
Læknaneminn8 Karen Geirsdóttir Formaður Hugrúnar 2020–2021 Fannar Bollason Formaður Fulltrúaráðs 2020–2021 Hugrún er geðfræðslufélag háskólanema sem var stofnað árið 2016 í þeim tilgangi að fræða ungmenni um geðheilsu, geðraskanir og þau úrræði sem standa til boða í heilbrigðiskerfinu. Stærsta verkefni Hugrúnar er að ferðast um landið og halda fyrirlestra í framhaldsskólum um geðheilsu og skyld málefni, endurgjaldslaust. Í ár voru um 70 háskólanemar úr Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri fræðarar fyrir félagið. Starfsárið var fremur óhefðbundið sökum COVID-19 og þurfti stjórn félagsins að bregðast við þessum breytingum og takmörkunum. Fyrirlestrar voru að stórum hluta haldnir á Zoom, í sumum tilfellum þurfti að fresta fyrirlestrum og í enn færri tilfellum þurfti að færa þá fram á næsta skólaár. Ljóst er að á næsta skólaári verða mun fleiri fyrirlestrar haldnir en áður til þess að vinna upp þá sem var frestað þar sem við viljum ekki að nemendur missi af þessari fræðslu. Hugrún stendur einnig fyrir vefsíðunni www.gedfraedsla.is en þar er að finna upplýsingar um ýmsar geðraskanir, leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig ræða megi geðheilsu heima fyrir og lista yfir úrræði. Vefsíðan var uppfærð í fyrra og er nú aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku. Markmiðið er svo að $ölga tungumálunum á næstu árum. Vefsíðan hefur fengið mikið lof og það hefur orðið töluverð $ölgun heimsókna eftir þessa uppfærslu. Starfsárið byrjaði á árlegu $áröflunarbingói sumarið 2020 og gekk það vonum framar. Sökum COVID-19 var bingóið eini viðburður þessa árs sem fór ekki fram á netinu. Vegna $öldatakmarkana voru fræðslu dagarnir okkar haldnir með raf- rænum hætti. Fræðsludagarnir voru þrír en þeir eru haldnir til þess að þjálfa fræðarana okkar og kenna þeim að flytja fyrirlestur félagsins. Fræðsludagarnir gengu vel þrátt fyrir aðstæður og yfir 50 fræðarar fengu þjálfun. Í október hófum við samstarf með Hugrún Fulltrúa- ráð Ungum athafnakonum (UAK) og héldum staf- ræna viðburðinn „Ofurkonan þú “. Hann gekk vonum framar og voru yfir 1000 manns sem fylgdust með. Í nóvember unnum við með útgáfunni Flóru og fengum til liðs við okkur penna sem skrifuðu meðal annars greinar tengdar geðheilbrigði. Þetta var 9. út gáfa Flóru og kom út 18. nóvember 2020. Hug rún átti einnig þátt í skipulagningu Alþjóð lega geð heilbrigðisdagsins, við vorum hluti af Geð heilbrigðisþinginu og margt fleira. Mikilvægi Hugrúnar og þess að ung- menni fái fræðslu um geðheilsu er gífur legt, ekki síst núna þar sem andleg heilsa hefur farið hrakandi sökum heimsfaraldursins. Þökk sé stjórninni og fræðurum Hugrúnar höfum við náð að halda dampi og halda $ölda fræðslufyrirlestra þetta skólaárið. Ég hlakka til að fylgjast með félaginu þróast og halda áfram að stuðla að bættri geðheilsu ungmenna á Íslandi. Síðasta skólaár hefur verið kre$andi. Það hefur einkennst af kórónuveirufaraldrinum sem geisar enn. Faraldurinn hefur haft víð tæk áhrif á skólastarf og félagslíf lækna- nema. Kennsla hefur að mestu farið fram í gegnum $arfundabúnað og sam komu tak- markanir hafa verið ríkjandi í sam félaginu. Það gefur því auga leið að störf Full trúa ráðs hafa verið með breyttum hætti í ár. Skólaárið hófst nokkuð eðlilega. Haldin var nýnemaferð í félagsheimilinu Lyng- brekku í Borgarfirði í ágúst þar sem hressir nýnemar ásamt Fulltrúaráði og stjórn Félags læknanema hittust og skemmtu sér saman fram á nótt. Boðhlaup, stólaleikur og leikþættir voru öll á sínum stað og heppnaðist ferðin vel. Rétt eftir nýnemaferðina skall þriðja bylgja faraldursins á. Þá tóku við miklar sam komutakmarkanir sem héldust út önnina. Þeir viðburðir sem nefndin hafði undirbúið féllu því niður. Ekkert varð af Spiritus vígslu og Októberfest, en nefndin dó þó ekki ráðalaus og hafa ýmsir nýir við- burðir litið dagsins ljós. Vísindaferðum í fyrirtæki var breytt í $arvísindaferðir og haldin voru pub quiz í gegnum $ar funda- búnað og heppnuðust þessir viðburðir vel. Félagslíf læknanema hefur því verið með óhefðbundnum hætti síðasta árið en nýir viðburðir hafa heppnast vel og hefur þátttakan verið góð þrátt fyrir að þeir hafi farið fram á rafrænu formi. Á vorönn var létt á samkomu tak mörk- unum og tókst þá loks að halda hefð bundnar vísindaferðir. Einnig var haldið badmin ton- mót í Njarðvík sem var skemmti leg nýjung í félagslífinu. Undir lok annarinnar voru samkomutakmarkanir aftur hertar og varð því ekkert af fótboltamóti læknanema sem verður að bíða betri tíma. Árshátíð sem áætlað var að halda síðasta sumar féll niður vegna faraldursins. Árs- hátíðar nefnd sem skipuð er meðlimum Fulltrúa ráðs og stjórn FL vinnur nú hörðum höndum að skipulagningu næstu árshátíðar sem haldin verður í sumar. Einnig verður úti lega FL haldin í sumar, sem verður spennandi nýjung. Þrátt fyrir að félagslífið hafi verið óhefð- bundið í ár hefur verið blásið til nokkurra nýjunga sem hafa heppnast vel. Búast má við að þessar nýjungar verði endurteknar á komandi árum sem viðbót við þá hefð- bundnu viðburði sem hafa verið fastir liðir í gegnum tíðina. Það má því reikna með að félagslíf læknanema verði enn skemmtilegra og $ölbreyttara í framtíðinni. Að lokum vil ég þakka nefndinni fyrir frábært samstarf undanfarið ár. Nefndina hafa skipað: Anna Sigríður Jóhannsdóttir (fyrsta ári), Sigurður Sölvi Sigurðarson (fyrsta ári), Hafþór Sigurðarson (öðru ári), Herdís Eva Hermannsdóttir (öðru ári), Aðal steinn Dalmann Gylfason (þriðja ári), Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir ($órða ári), Jón Gunnar Kristjónsson ($órða ári), Thelma Kristinsdóttir (fimmta ári) og Sigrún Jónsdóttir (sjötta ári). Einnig vil ég þakka stjórninni fyrir gott samstarf bæði innan árshátíðarnefndar og almennt. Munið að njóta!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.