Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 53
Afglæpavæðing, skaðaminnkun
og heilbrigðisþjónusta51
alvarlegri sýkingar, meðferðarheldnin var
tryggð og lauk meðferðunum á árangurs-
ríkan máta og það sem var í raun ennþá
betra, að mæta þörfum einstaklinga sem
geta ekki sótt sér sömu þjónustu og aðrir,
var valdeflandi fyrir þau og jók enn frekar á
traust til verkefnisins.
Stærsta verkefni okkar framundan
varðandi þjónustu við jaðarsetta hópa er
án vafa í mínum augum afglæpavæðing og
þær samfélagslegu breytingar sem fylgja
henni fari frumvarp heilbrigðisráðherra í
gegn. Markmið þess að afglæpavæða neyslu-
skammta af ólöglegum fíkniefnum er að
tryggja að þeir einstaklingar sem kljást við
vímu efnavanda fái viðeigandi heilbrigðis-
þjónustu, en sé ekki refsað fyrir sinn vanda.
Þá þarf heilbrigðiskerfið og starfsfólk þess að
vera reiðubúið að taka á móti einstaklingum
sem eru jaðarsettir og finna lausnir til
þess að stuðla að reisn þeirra og velferð á
mannúðlegan máta. Við verðum að breyta
stefnum sem hafa ekki virkað hingað til og
sett hópa út á jaðarinn, líta á tölurnar og
finna lausnir. Það er mikilvægt á tímum
þar sem ójöfnuður eykst og heimilisleysi
Íslendinga líka, að tryggja aðgengi að
vel ferðarlegum stuðningi og þá þarf oft
að hugsa út fyrir kassann. Það er hægt að
þjónusta hóp sem telst kre$andi á auðveldan
máta, ef litið er til þarfa þeirra.
„Stærsta verkefni okkar framundan varðandi
þjónustu við jaðarsetta hópa er án vafa í mínum
augum afglæpavæðing og þær samfélagslegu
breytingar sem fylgja henni fari frumvarp
heilbrigðisráðherra í gegn.“
Heimildir
1. Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir.
Kortlagning á fjölda og högum utan garðs-
fólks í Reykjavík; skýrsla. Velferðarsvið
Reykjavíkurborgar, Reykjavík 2017.
https://reykjavik.is / sites / default
/ files / svid_skjol / VEL / fjoldi_
utangardsfolks_2017.pdf2.
2. Rauði krossinn höfuðborgarsvæðinu.
Ársskýrsla Rauða krossins í Reykja vík,
skýrsla. Rauði krossinn höfuðborgar-
svæðinu, Reykjavík 2020. https://www.
raudikrossinn.is/media/reykjavikurdeild/
Arsskyrsla_2020_RK_prent.pdf