Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 31

Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 31
29 Slagsmál við tímann Tafla 3: Slagheilkenni *Þegar lokun á hryggslagæð verður vegna flysjunar þá er verkur aftan til í hnakka og hálsi algengur. Lateral medullary syndrome Lokun á hryggslagæð* eða aftari neðri hnykilslagæð í mænukylfu Tap á stungu- og hitaskyni fyrir neðan háls gagnstæðum megin vegna skaða á hliðlægri mænu- og stúkubraut (lateral spinothalamic tract). Tap á stungu- og hitaskyni sömu megin í andliti vegna skaða á kjarna fimmtu heilataugar. Svimi (vertigo), tvísýni, augntin (nystagmus) og ógleði vegna skaða á kjarna áttundu heilataugar. Horner heilkenni sömu megin vegna skaða á taugaþráðum semjuhluta (sympathetic tract) sem lýsir sér með ljósopsþrengingu (miosis), lokbrá (ptosis) og svitaleysi (anhidrosis). Hæsi, kyngingartregða (dysphagia), hiksti, lömun í góm og raddbandi sömu megin og skertur kokreflex vegna skaða á þráðum níundu og tíundu heilataugar. Óregluhreyfing í útlim sömu megin vegna skaða á brautum til litla heila. Medial medullary syndrome Lokun á litlum greinum frá hryggslagæð eða hjarnabotnsslagæð í mænukylfu Máttminnkun og tap á stöðu- og titringsskyni í gagnstæðum hand- og fótlegg. Máttminnkun og rýrnun í tungu sömu megin. Heilkenni ördreps Hrein máttminnkun (Pure motor) Litlar greinar miðhjarnaslagæðar eða hjarnaslagæðar Máttminnkun í gagnstæðum líkamshelmingi vegna skaða á djúphnoðum eða hné á innhýði. Máttminnkun er jöfn í andliti, hendi og fæti. Hreint skyntap (Pure sensory) Litlar greinar miðhjarnaslagæðar eða aftari hjarnarslagæðar Skyntap í gagnstæðum líkamshelming vegna skaða á stúku. Skyntapið er jafnt í andliti, hendi og fæti Máttminnkunn og skyntap (Sensorimotor) Litlar greinar miðhjarnaslagæðar Máttminnkun og dofi í gagnstæðum líkamshelming vegna skaða á stúku eða aftari legg innhýðis. Þessar breytingar eru jafnt í andliti, hendi og fæti. Óregluhreyfing og helftarlömun (Ataxic hemiparesis) Litlar greinar miðhjarnaslagæðar eða hjarnabotnsslagæðar Máttminnkun í gagnstæðum líkamshleming og óregluhreyfing í útlimum sem skýrist ekki eingöngu af máttminnkun vegna skaða á aftari legg innhýðis eða brú. Þvoglumæli og klaufska í hendi (Dysarthria-clumsy hand) Litlar greinar hjarnabotnsslagæðar Þvoglumælgi og klaufska í gagnstæðri hendi vegna skaða á brú. Horfur Ef ekki tekst að koma blóðflæði aftur á þegar um heilaslag er að ræða má búast við klínískri versnun hjá um $órðungi sjúklinga vegna ágangs blóðþurrðar, heilabjúgs, blæðingar í drep og jafnvel endurtekinnar blóð þurrðar. Í ljósi þess er ráðlagt að fylgjast náið með slagsjúklingum á sérhæfðri slageiningu.21 Alvarlegasti fylgikvilli segaleysandi meðferðar er heilablæðing sem kemur fram hjá rúmum 6% og er þess vegna þörf á ströngu eftirliti á fyrsta sólarhring eftir meðferð.47  Langtímahorfur sjúklinga eftir blóð- þurrðarslag eru misjafnar og ráðast af ýmsum þáttum, til að mynda aldri, alvar- leika slags, undirgerð þess og fyrra heilsu- fari. Samkvæmt lýðgrundaðri rannsókn á færni, lifun og endurkomu slags hjá sjúklingum eftir fyrsta blóðþurrðarslag í Rochester, Minnesota, hafa sjúklingar með ördrep gjarnan mildari einkenni og betri útkomu. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að sjúklingar með segarek frá hjarta hafa lakara heilsufar fyrir slag, alvarlegri slageinkenni og verri færni eftir slag. Líkur á öðru slagi innan 30 daga eru mestar hjá sjúklingum með slag vegna stóræðasjúkdóms.59 Lokaorð Blóðþurrðarslag er algengur og alvarlegur sjúkdómur sem getur haft víðtæk áhrif á lífsgæði og færni fólks. Síðastliðin ár hafa miklar framfarir átt sér stað með tilkomu segaleysandi meðferðar og segabrottnáms. Fyrstu viðbrögð við upphaf blóðþurrðarslags skipta sköpum þannig að draga megi úr alvarleika þeirra. Þessum tíma er vel varið þó hann sé kapphlaup við tímann. Það er því mikilvægt að hafa augun opin fyrir einkennum slags og að koma sjúklingum sem fyrst í viðeigandi meðferð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.