Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 87

Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 87
85 Afríkuævintýri á tímum heimsfaraldurs Dagskrá aðalfundarins var þétt skipuð ýmsum fræðslufundum, vinnustofum og fyrirlestrum svo ekki sé talað um hina víðfrægu lagabreytingafundi sem jafnan stóðu langt fram eftir kvöldi. Á þessum viðburðum eru samankomnir læknanemar frá um 100 löndum sem er einstakt tækifæri til að skiptast á hugmyndum og læra hvert af öðru. Þessi vettvangur hefur verið uppspretta ýmissa frábærra verkefna íslenskra læknanema í gegnum tíðina, svo sem bangsaspítalans, stofnun Bjargráðs og svo lengi mætti telja. Íslenski hópurinn kynnti glæsilegt starf Ástráðs fyrir fundarmönnum við góðar undirtektir. Þegar glufur mátti finna í dagskránni var ljúft að kæla sig niður í sundlauginni eða skella sér í tennis á ráðstefnusvæðinu. Þegar færi gafst var íslenski hópurinn duglegur að skoða nágrennið, hvort heldur sem var hina litríku götumarkaði Kígalí eða átakanleg ummerki um þjóðarmorðin í Rúanda 1994. Vikan var jafnframt uppfull af skemmtiviðburðum, veisluhöldum og $öri svo jafnan var lítið sofið áður en dagskráin hófst snemma næsta morgun. Eftir að dagskrá aðalfundarins lauk bauðst fundarmönnum að fara í skoðunarferðir um sveitir Rúanda, „lands hinna þúsund hæða“. Hópurinn fór í magnaða safaríferð um Akagera þjóðgarðinn þar sem fylgst var með hinum ýmsu villtu dýrum sem þar er að finna. Einnig var $ölskrúðugt dýralíf Nyungwe regnskógarins skoðað. Á heimleiðinni átti hópurinn gott stopp milli fluga í Addis Ababa í Eþíópíu þar sem hópurinn gat borið augum hina einu sönnu Lúsí á þjóðarsafni Eþíópíumanna. Ferðinni var loks slúttað með ekta eþíópískri veislu með ljú)engum kræsingum og ka,smökkun. Blessunarlega náði veiran skæða ekki að stinga sér niður á meðal ferðalanga en magakveisa með öllu tilheyrandi setti vissulega strik í reikninginn. Sendi mínar bestu þakkir til æðislegra ferðafélaga fyrir ógleymanlega ferð, með öllum tilheyrandi skakkaföllum og óvæntum uppákomum. IFMSA heldur tvo aðalfundi á hverju ári, í ágúst og í mars. Jafnframt fer fram aðalfundur Evrópuþjóðanna, EuRegMe, í apríl og ráðstefna norrænna læknanema, FINO, í nóvember. Ég vil hvetja læknanema af öllum námsárum til að nýta þessi frábæru tækifæri sem alþjóðasamstarf IFMSA býður upp á. Það er ekki krafa um að sinna störfum innan samstarfs- eða undirfélaga Félags læknanema til að taka þátt en þeir nemar eru jafnan í forgangi um sæti. Á þessum viðburðum gefst ómetanlegt tækifæri til að kynnast læknanemum frá öllum heimshornum, sanka að sér margvíslegri þekkingu sem nýtist í bæði leik og starfi, ferðast um framandi slóðir og eignast vini um allan heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.