Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 87
85 Afríkuævintýri á tímum heimsfaraldurs
Dagskrá aðalfundarins var þétt skipuð ýmsum fræðslufundum,
vinnustofum og fyrirlestrum svo ekki sé talað um hina víðfrægu
lagabreytingafundi sem jafnan stóðu langt fram eftir kvöldi. Á
þessum viðburðum eru samankomnir læknanemar frá um 100
löndum sem er einstakt tækifæri til að skiptast á hugmyndum og
læra hvert af öðru. Þessi vettvangur hefur verið uppspretta ýmissa
frábærra verkefna íslenskra læknanema í gegnum tíðina, svo sem
bangsaspítalans, stofnun Bjargráðs og svo lengi mætti telja. Íslenski
hópurinn kynnti glæsilegt starf Ástráðs fyrir fundarmönnum við
góðar undirtektir.
Þegar glufur mátti finna í dagskránni var ljúft að kæla sig niður
í sundlauginni eða skella sér í tennis á ráðstefnusvæðinu. Þegar
færi gafst var íslenski hópurinn duglegur að skoða nágrennið,
hvort heldur sem var hina litríku götumarkaði Kígalí eða átakanleg
ummerki um þjóðarmorðin í Rúanda 1994. Vikan var jafnframt
uppfull af skemmtiviðburðum, veisluhöldum og $öri svo jafnan var
lítið sofið áður en dagskráin hófst snemma næsta morgun.
Eftir að dagskrá aðalfundarins lauk bauðst fundarmönnum
að fara í skoðunarferðir um sveitir Rúanda, „lands hinna þúsund
hæða“. Hópurinn fór í magnaða safaríferð um Akagera þjóðgarðinn
þar sem fylgst var með hinum ýmsu villtu dýrum sem þar er að
finna. Einnig var $ölskrúðugt dýralíf Nyungwe regnskógarins
skoðað. Á heimleiðinni átti hópurinn gott stopp milli fluga í Addis
Ababa í Eþíópíu þar sem hópurinn gat borið augum hina einu sönnu
Lúsí á þjóðarsafni Eþíópíumanna. Ferðinni var loks slúttað með
ekta eþíópískri veislu með ljú)engum kræsingum og ka,smökkun.
Blessunarlega náði veiran skæða ekki að stinga sér niður á meðal
ferðalanga en magakveisa með öllu tilheyrandi setti vissulega strik
í reikninginn. Sendi mínar bestu þakkir til æðislegra ferðafélaga
fyrir ógleymanlega ferð, með öllum tilheyrandi skakkaföllum og
óvæntum uppákomum.
IFMSA heldur tvo aðalfundi á hverju ári, í ágúst og í mars.
Jafnframt fer fram aðalfundur Evrópuþjóðanna, EuRegMe, í apríl
og ráðstefna norrænna læknanema, FINO, í nóvember. Ég vil hvetja
læknanema af öllum námsárum til að nýta þessi frábæru tækifæri
sem alþjóðasamstarf IFMSA býður upp á. Það er ekki krafa um að
sinna störfum innan samstarfs- eða undirfélaga Félags læknanema
til að taka þátt en þeir nemar eru jafnan í forgangi um sæti. Á
þessum viðburðum gefst ómetanlegt tækifæri til að kynnast
læknanemum frá öllum heimshornum, sanka að sér margvíslegri
þekkingu sem nýtist í bæði leik og starfi, ferðast um framandi slóðir
og eignast vini um allan heim.