Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 89

Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 89
87 Reynslusaga af spítala Af vandvirkni valdi ég lestrarefni og hafði með mér snilldar- verk Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna. Það er gott að lesa smásögur á spítölum því meðvitundin er stundum á reiki og ekki gott að festa hugann við stóra dramatíska doðranta. Um morguninn var ég klæddur í undarlegan slopp, sem var saumaður með þeim end- emum, að ég þurfti aðstoð við að komast í hann, lagðist síðan upp í rúm og byrjaði að glugga í bókina. Þegar tíminn nálgaðist þorði ég ekki annað en að hætta að lesa því heyrst hefur að stundum fái menn óþægilega martröð eftir djúpa svæfingu. Algengt þema í mörgum bókum Gyrðis eru miðaldra hvítir karlmenn sem eru í vand ræðum með líf sitt, oftast hálfgerðir auðnuleysingjar sem berast um í ráðleysu og lenda í ófærum eða vonlausum að stæðum. Mig langaði ekki að eiga slíka martröð á hættu þannig að ég lagði bókina frá mér og fór ýmist að horfa út um gluggann eða á klukkuna. Þetta reyndist hyggilegt því ég slapp alveg við allar martraðir. Á réttum tíma var mér fylgt á skurðstofuna, þar er eins konar alrými í miðju en miklar vinnustofur til hliða. Þarna var ys og þys, fólk í sloppum með skuplur yfir hári sem stormaði fram og til baka en sótt hreinsunarkeimur lá í loftinu. Ég fékk á tilfinninguna að þarna væri um að ræða afar vel skipulagt kaos, en fékk því miður lítinn tíma til að kanna það nánar. Í bjartri hliðarstofu tóku á móti mér þrjár ungar konur, heilsuðu hlý lega og byrjuðu að spjalla en ein breiddi yfir mig hlýtt teppi. Ég reyndi að skrúfa frá sjarmanum, innti eftir hvort einhver þeirra væri að norðan og fór að grennslast eftir ættartengslum. Ekki komst þetta nálægt því að farið væri að skiptast á símanúmerum og brátt stungu þær nál í handlegg og svo voru þær allt í einu horfnar en komin ný kona á allt öðrum stað, þ.e. vöknunardeild. Þar var nú ekki mikið talað en eiginlega heldur notalegt. Vísast sé ég þessar góðu konur aldrei framar. Þetta er það sem kallast skyndikynni. Nú var mér skutlað inn á legudeild þar sem fyrir voru tvö gamal- menni á áttræðisaldri en ég sá þriðji í sama aldursflokki. Var nú svo sem ekki annað að gera en láta tímann líða og jafna sig. Líkami okkar er þannig gerður, að hann læknar sig í rauninni sjálfur en þarf til þess hvíld og smá aðstoð, uppbyggileg lyf og skyn sam legar æfingar. Nú átti ég stutt samtal við lækninn sem sagði að aðgerðin hefði tekst vel og stykkið sem hann nam brott hefði verið á stærð við mangóávöxt. Fáförull sveitamaður að norðan, að auki svolítið vankaður eftir svæfingu, henti þá líkingu ekki á lofti og var nokkra stund að meðtaka þessa stærð, hefði betur skilið ef talað hefði verið um stóra appelsínu eða bökunarkartöflu. Hér má skjóta því inn að þegar læknar á síðari hluta 19. aldar þróuðu aðferðir í baráttu við sullaveikina, sem þá grasseraði í land inu, báru þeir stundum stærð sullanna saman við egg anda og annarra fugla, líkingar sem allir skildu á þeim tíma, en nú er sum sé talað annars konar líkingamál. Stundum hefur verið rætt, þegar menn þurfa að gista saman t.d. í hópferð, hvort sé betra að vera í herbergi með manni sem talar látlaust eða manni sem aldrei segir neitt. Þetta er dálítið snúin spurning og ekki einfalt að svara. En á þessari stofu upplifði ég hvort tveggja í senn (eða bæði, eða hvernig sem á nú að orða þetta), því annar herbergisfélagi minn sagði eiginlega aldrei neitt, umlaði einstaka sinnum lítillega í honum, en hinn talaði nánast látlaust, alltaf þegar hann fékk einhvern viðmælanda og svo í símann þess á milli. Báðir voru þeir svo sem ágætir, bara hvor með sínu móti, en mér er enn óljóst hvor herbergisfélaginn hefði verið þægilegri í langri viðkynningu. Ég svaf sæmilega um nóttina, þó aldrei nema stutta dúra, en undir morgun tókst mér loksins að sofna nokkuð fast. En einmitt þá, eða upp úr kl. 6, var farið að káfa á handleggnum og mér og taka blóð þrýsting og blóðprufu þannig að nú vaknaði maður aftur. Þetta er nú eiginlega óguðlegur tími en svona er hið spartverska skipulag spítalanna og þessu þurfti að ljúka fyrir vaktaskipti. Altækt og skil virkt skipulag með járnhörðum aga, eins og verður að vera í hernum, hefur óhjákvæmilega í för með sér að rekast stundum á einkahagsmuni einstakra manna og maður fylgdi því afstöðu góða dátans Svejks og sætti sig við fyrirkomulagið. Ég hef alltaf tekið sjúkdóma alvarlega og finnst þegar veikindi hrjá mann, að þá eigi að einbeita sér að því að vera veikur. Nú hugðist ég vera það næstu daga, meðan ég væri að jafna mig, og nýta til boð ættingja og vina um aðstoð við heimilisstörf, innkaup (sem þeir myndu sjálfir $ármagna), matargerð, þrif og önnur slík leiðin leg hús mæðrastörf. Þegar ég kvaddi doktorinn góða að morgni út- skriftar dags hafði ég orð á þessu, hvort ég ætti ekki að hafa hægt um mig í þessum miklu veikindum, og reiknaði með stuðningi hans. En nú horfði hann í augun á mér og sagði að ég væri ekkert veikur og það væri ekkert að mér, væri sum sé fullkomlega frískur, gæti strax farið út að ganga og þyrfti enga aðstoð. Þar með fór sú ráðagerð út um þúfur. Eftir að flestu leyti þægilega dvöl á spítalanum kom ég heill heim þakklátur hinu góða opinbera heilbrigðiskerfi og starfsfólki Landspítalans okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.