Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 11
Annálar9 Þórbergur Atli Þórsson Formaður Bjargráðs 2020–2021 Bjargráður Áttunda starfsár Bjargráðs hófst líkt og síðustu þrjú ár með Bjargráðsviku. COVID-19 setti sinn svip á vikuna en í sam starfi við Læknadeild náðum við að skipuleggja kennslu í takt við sóttvarnar- reglur. Nýnemar í Læknadeild fá með Bjargráðsvikunni ekki aðeins nasasjón af bráðalækningum og skyndihjálp, heldur einnig undirbúning fyrir það mikilvæga hlutverk að fræða menntskælinga landsins. Vikan hófst á skyndihjálparnámskeiði frá Rauða krossi Íslands og fengu nýnemar skírteini með staðfestingu á þátt töku að því loknu. Seinna í vikunni komu svo þrír gestafyrirlesarar; Jóhann Eyvindsson fulltrúi lögreglunnar, Hjalti Már Björns- son bráðalæknir og Þórir Bergs son sérnáms læknir, sem var með stórslysa- kennslu. Seinna í vikunni lærðu nýnemar Bjargráðsfyrirlesturinn sem þau kynna í mennta skólum, fengu tilfellakennslu í skyndihjálp og að lokum kynningu frá Neyðarlínunni í Skógarhlíð. Vegna veirunnar var því miður ekki hægt að heimsækja eins marga skóla og tíðkast hefur síðustu ár. Kennsluskrá í lífsleikni breyttist í mörgum framhaldsskólum vegna aðstæðna og því var erfiðara að koma fyrir gestum líkt og fyrirlesurum okkar. Nýnema- fulltrúar í Bjargráði hugsuðu vægast sagt í lausnum en ekki vandamálum og leystu þennan vanda með prýði. Á þessu skólaári hélt Bjargráður 47 fyrirlestra í 8 skólum, 25 af þeim voru kenndir á staðnum en 22 í gegnum $arskiptabúnað. Til stóð að Bjargráður tæki þátt í mörgum spennandi verkefnum á þessu skólaári, en því miður gengu þau plön ekki eftir vegna aðstæðna. Síðustu ár hefur Bjargráður fengið það skemmtilega hlutverk að skipuleggja Bjarg ráðs vísindaferð og þá jafnan farið í heimsókn til Landhelgisgæslunnar. Einnig stóð til að halda stórslysaæfingu í samstarfi við Kennslu- og fræðslumálanefnd. Þurfti auk þess að fella niður lokahófið, en tíðkast hefur fyrri ár að tileinka það fyrirlesurum fyrsta árs. Við í Bjargráði hlökkum gríðar- lega til að halda þessa viðburði á komandi skólaári. Snemma á skólaárinu var ákveðið að tímabært væri að uppfæra Bjargráðs- fyrirlesturinn sem fluttur er í framhalds - skólum landsins. Við vorum svo heppin að fá handleiðslu Hjalta Más Björns sonar við verkið og þökkum við honum kær lega fyrir aðstoðina. Nýi fyrirlesturinn verður tekinn til notkunar á næsta skólaári. Nýverið fékk svo Bjargráður boð um að taka þátt í hinu spennandi verkefni sem Háskólalestin er, en Háskóli Íslands heldur utan um það verkefni. Áætlað er að Lestin ferðist á $óra vel valda staði í lok maí. Við vonum eindregið að Bjargráður nái að taka þátt í því verkefni. Okkur þykir miður að mörg verkefni Bjargráðs yfir skólaárið hafi ekki orðið að veruleika, en horfum þrátt fyrir það bjartsýn til næsta skólaárs í von um betri tíð. Bjargráður þakkar fyrirlesurum á fyrsta ári fyrir eljusemi og seiglu sem þeir hafa sýnt í starfi á þessum „fordæmalausu tímum“. Jón Erlingur Stefánsson Formaður KF 2020–2021 Kennslu- og fræðslu mála- nefnd Kennslu- og fræðslumálanefndarstörf hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í ástandinu sem herjað hefur á læknanema jafnt og landann undanfarið ár. Góðir og gegnir viðburðir hafa orðið að víkja vegna sóttarótta. Þar ber helst að nefna vísindaferð KF þar sem læknanemum er kennt af reyndum hjartalækni að hlusta hjartahljóð sem kunna að verða á vegi þeirra. Á meðan nemarnir hlýða á hin ýmsu óhljóð teyga þeir af ölkrúsum sem þar eru alla jafna í boði. Það er skilningur undirritaðs að slík þjálfun gagnist læknanemum vel í starfi þar sem þeir þurfa gjarnan að beita tveimur skilningarvitum á sama tíma. Annar viðburður sem lognast hefur út af í sóttinni er sérnámsfundur læknanema. Þar koma ungir sérfræðilæknar sem enn eru sjáanlega veðurbarðir af siglingu sinni heim frá landinu helga (þar sem þeir kusu að afla sérfræðiréttinda sinna ) og segja læknanemum kosti og lesti á vali sínu. Þessir viðburðir, ásamt öðrum, munu snúa aftur á næsta starfsári. Að ógleymdu skal nefna hryggjarstykki nefndarinnar sem er kennsla læknanema efri ára fyrir þá yngri. Þar hafa kúrsakynningar fært sig yfir í $arform með fundum eða deilingu skjala sem ganga á milli ára og veita yngri nemum stuðning við námstækni sína. Við erum stolt að segja frá því að í janúar, á milli sóttaralda, tókst nemum 4. árs að halda líkamsskoðunarkennslu fyrir 2. árið með góðri lukku. Síðast en ekki síst ber að nefna stórslysaæfingu læknanema sem haldin er annað hvert ár. Þar æfa nemar viðbrögð við stórslysi ef það skyldi bera að garði. Alla jafna hefur rútuslys verið sett á svið en stefnt er að því að gera nýja sviðsmynd í næstu æfingu sem verður haldin í september. Þó að sóttin hafi skapað erfiðleika hefur orðið nokkur ávinningur. Það er gömul tugga læknanema að fá fyrirlestra tekna upp svo $ölga megi tækifærum til nýtingar þeirra. Nemar sem staðið hafa í barneignum myndu uppskera hvað mest af slíkri þjónustubót. Kennarar grunnnámsins hafa margir tekið vel í þetta en það vantar undirtektir hjá klínísku árunum. Nú hefur grettistaki verið lyft í kennslumálum og flestir kennarar ve$a $arfundarforritum um fingur sér líkt og Bretlandsdrottning sem um þessar mundir tekur á móti erindrekum Fílabeinsstrandar og Lettlands í gegnum $arfund. Það má að líkum leiða að prófessorar Læknadeildar þýðist bónir nema um $arkennslu og upptöku fyrirlestra sinna í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.