Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 122

Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 122
Læknaneminn120 blóðgjöf, hver fær fleiri blóðgjafir og eru þeir eldri við síðustu blóðgjöf. Tilefni er því til að endurskoða verklagsreglur um blóðgjafir fyrirbura á Íslandi. Sjálfstæðir forspárþættir eru m.a. styttri meðganga en allir 23-25 vikna fyrirburar þurfa blóðgjöf v/AOP. Ekki liggja fyrir óyggjandi niðurstöður á því við hvaða aldur börn þurfa ekki lengur á blóðgjöf að halda v/AOP. Blóð- og járnhagur kvenkyns blóðgjafa og tengsl við meðgöngu- og fæðingasögu Stefanía Ásta Davíðsdóttir1, Anna Margrét Halldórsdóttir1,2, Kristjana Einarsdóttir1,3, Ýr Frisbæk4 og Þóra Steingrímsdóttir1,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðbankinn Landspítala, 3Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 4Kvennadeild Landspítala Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að kyn, aldur og $öldi blóðgjafa hafa áhrif á járnbirgðir. Vitað er að járnþörf kvenna eykst á meðgöngu og stór hluti af járn- birgðum móður er nýttur til fóstur þroska. Ef konur ná ekki að viðhalda járn birgðum sínum getur það leitt til járnskorts. Járnskortur á meðgöngu getur leitt til fyrir bura fæðinga, lágrar fæðingarþyngdar og fósturláta. Blóðbankinn nýtir ferritín- mælingar í sermi sem mælikvarða á járnhag allra nýskráðra gjafa og eftir 2017 hjá öllum heil blóðs gjöfum í Blóðbankanum. Markmið rann sóknarinnar voru; að rannsaka járn- og blóðhag kvenkyns blóðgjafa í Blóð- bankanum. Að skoða dreifingu járn- og blóð hags kvenna og tengsl við $ölda fyrri fæðinga og tímalengd frá síðustu fæðingu. Að skoða tíðni járnskorts og blóðleysis með tilliti til sömu breyta. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 10.824 kvenna sem höfðu gefið heilblóð og/eða verið nýskráðar í Blóðbankanum á árunum 1997-2019. Gögn úr Blóðbankanum voru samkeyrð við gögn úr Fæðingaskrá Embættis landlæknis til að fá upplýsingar um meðgöngu- og fæðingasögu. Úr ProSang tölvukerfi Blóðbankans fengust niðurstöður blóð hags og serum ferritínmælinga blóð- gjafa. Til að bera saman járnhag milli hópa var notast við meðal ferritíngildi hverrar konu. Járnskortur var skilgreindur sem serum ferritín <15 µg/L. Blóðleysi var skilgreint sem blóðrauði <120 g/L. Niðurstöður: Hjá nýskráðum gjöfum mældist ferritín að meðaltali 40,1 ± 49,5 µg/L en hjá virkum gjöfum 28,0 ± 20,2 µg/L (p<0,001). Hjá nýskráðum mældist meðal- blóðrauði 136,0 ± 12,9 g/L en hjá virkum blóð- gjöfum 134,0 ± 9,4 g/L (p<0,001). Ferritíngildi fóru hækkandi með hækkandi aldri. Hæstu gildin voru hjá 50-65 ára konum hjá virkum (34,1 ± 24,2 µg/L) og nýskráðum (78,6 ± 124,5 µg/L). Ferritíngildi innan hvers aldurshóps voru svipuð eftir því hvort kona fæddi barn eða ekki. Járnskortur var algengari hjá virkum gjöfum (31%) en nýskráðum (11%) (p<0,001). Ferritín- og blóðrauðagildi fóru hækkandi með lengri tíma frá fæðingu fram að blóðgjöf. Alls voru 12,2% kvenna með blóð leysi (blóðrauði <120 g/L) og 25,6% með járnskort (serum ferritín <15 µg/L) einhvern tímann á tímabilinu. Tíðni járnskorts hjá þeim sem ekki fæddu barn (27,5%) var hærri en þeirra sem fæddu barn (25,3%). Ályktanir: Tími frá fæðingu að næstu blóðgjöf virðist hafa áhrif á ferritín- og blóðrauðagildi kvenna. Mögulega væri skyn- samlegt að lengja lágmarkstíma (nú níu mánuðir) frá fæðingu að næstu heilblóðsgjöf í Blóðbankanum að minnsta kosti þegar ferritíngildi eru lág. Hluti kvenna nær ekki að endurnýja járnbirgðir sínar og járn- skortur er algengur meðal kvenna. Einnig gæti járnuppbót og mikil eftirfylgd fyrir konur með lágar járnbirgðir eftir fæðingu bætt heilsu þeirra kvenna. Meðferð háþrýstings í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu Stefán Júlíus Aðalsteinsson (Ágrip barst ekki) Tíðni og afleiðingar hjartadreps í eða eftir kransæðahjáveituaðgerð Sunna Rún Heiðarsdóttir1, Martin Ingi Sigurðsson1,2, Tómas Guðbjartsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Inngangur: Hjartadrep í eða eftir aðgerð (perioperative myocardial infarction) er flokkað með alvarlegum snemmkomnum fylgi- kvillum kransæðahjáveituaðgerðar en áhrif þess á horfur sjúklinga eru óljós. Mark mið rannsóknarinnar var að meta áhrif hjartadreps á aðra fylgikvilla, 30 daga dánartíðni og langtímalifun. Efni og aðferðir: Rannsóknin var aftur skyggn og náði til 1446 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á tímabilinu 2002-2018. Upp- lýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkra- skrám og aðgerðarskýrslum en sjúklingar sem lagðir voru inn með hjarta drep fyrir aðgerðina voru útilokaðir. Hjartadrep var skilgreint skv. alþjóðlegum skilmerkjum (WHO) þ.e. tíföld hækkun á efri mörkum hjartavísinum TnT, en einnig tíföld hækkun á CK-MB, ásamt nýjum óeðli legum Q-bylgjum og/eða vinstra greinrofi. Sjúk- lingar sem fengu hjartadrep í tengslum við aðgerð voru bornir saman við sjúklinga án hjartadreps (viðmiðunarhóp) hvað varðar snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. Eftirfarandi langtíma fylgi kvillar voru sérstaklega skoðaðir; hjarta áfall, heilablóðfall, hjartaþræðing með eða án ísetningu stoðnets en einnig endur-hjáveituaðgerð og dauði og þeir teknir saman í sameiginlegan endapunkt, MACCE (major adverse cardiac and cerebrovascular events). Langtímalifun og MACCE-frí lifun voru síðan áætlaðar með aðferð Kaplan- Meiers en meðal eftirfylgdartími var 8,4 ár og miðast við 31. desember 2018. Niðurstöður: Alls fengu 78 (5,4%) sjúklingar hjartadrep (bil: 0-15,5%) og lækkaði tíðnin marktækt yfir rann sóknar- tíma bilið. Í hjartadrepshópi höfðu marktækt fleiri þriggja æða sjúkdóm og/eða vinstri höfuð stofnsþrengsli (98,7% sbr. 67,9%) og hlutfall sjúklinga með alvarleg blóðþurrðar einkenni var hærra (80,8% sbr. 64,9%). Hæsta meðalgildi CK-MB í hjartadrepshópi var 170,2 ± 116,8 sbr. 22,4 ± 16,2 (p<0,001) og fyrir TnT 3952 ± 6027 sbr. 501 ± 353 (p<0,001). Tíðni snemmkominna fylgikvilla var hærri í hjarta drepshópi og þar af var lungabólga algengust (15,4% sbr. 5,2%) og fleiri þeirra þurftu ósæðardælu (IABP) (9% sbr. 1,7%). Hlutfall sjúklinga sem létust innan 30 daga frá aðgerð var 11,5% í hjartadrepshópi en 0,4% í viðmiðunarhópi (p<0,001). Einnig reyndist marktækur munur á MACCE-frírri lifun (69,2% sbr. 84,7% við 5 ár, p=0,01). Hins vegar reyndist 5 ára heildarlifun ekki breytileg milli hópa. Ályktanir: Sjúklingar sem fá hjartadrep í eða eftir kransæðahjáveituaðgerð hafa hærri tíðni snemmkominna fylgikvilla og verri 30 daga lifun. Ef sjúklingar lifa fyrsta mánuðinn eftir aðgerð eru horfur sambærilegar og hjá þeim sem ekki fá hjartadrep. Notkun immúnóglóbúlína á Landspítala 2010–2019 Valgeir Steinn Runólfsson1, Þórunn Óskarsdóttir2, Rannveig Einarsdóttir2, Valtýr Stefánsson Thors1,4, Björn Rúnar Lúðvíksson3, og Ásgeir Haraldsson1,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali, 3Ónæmisfræðideild Landspítala, 4Barnaspítali Hringsins Inngangur: Immúnóglóbúlínmeðferð er sannreynd og mikilvæg meðferð við mótefnaskorti og ákveðnum bólgu- og sjálf næmissjúkdómum. Framleiðsla lyfsins er flókin og kostnaðarsöm, og með vaxandi notkun þess hefur borið á skorti á lyfinu á heimsvísu. Því er mikilvægt að meðferð sé beitt eftir læknisfræðilegum ábendingum og er lyfið því leyfisskylt hér á landi. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að meta notkun immúnóglóbúlína á Landspítalanum á árunum 2010-2019. Efniviður og aðferðir: Samþykktar leyfisumsóknir sjúklinga sem fengu immúnóglóbúlínmeðferð 2010-2019 voru yfirfarnar. Fengnar voru upplýsingar um aldur, kyn, tegund lyfs, ábendingar og sérgreinar lækna sem ávísuðu meðferð. Einnig var upplýsingum um einstakar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.