Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 108
Læknaneminn106
Kortlagning valbjögunar: Munur á skimuðu og
tilviljanagreindu forstigi mergæxlis
Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir1,
Sigrún Þorsteinsdóttir1,2,*, Sæmundur
Rögnvaldsson1,*, Sigurður Yngvi
Kristinsson1,2,*.
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2Blóðsjúkdómadeild Landspítala
Inngangur: Forstig mergæxlis og annarra
tengdra eitilfrumusjúkdóma (MGUS) er
ein kennalaust ástand sem er til staðar í
um 5% einstaklinga yfir fertugu. Forstigið
greinist venjulega fyrir tilviljun þegar
ein staklingar sækja heilbrigðisþjónustu
vegna annarra, ótengdra heilsufarskvilla.
Af þeim sökum hafa flestar rannsóknir
á MGUS verið framkvæmdar á þýði sem
hugsanlegt er að, vegna valbjögunar, hafi
innihaldið fleiri einstaklinga með önnur
heilsufarsvandamál en hinir almennu
einstaklingar með forstigið. Mögulegt er að
þessi valbjögun skekki mynd okkar af MGUS
en það hefur ekki verið rannsakað. Þessi
rannsókn er fyrsta rannsóknin þar sem
leitast er við að kortleggja þessa valbjögun
með því að bera saman einstaklinga með
tilviljanagreint MGUS og þá sem eru með
MGUS greint í skipulagðri skimun en mark-
mið hennar er að lýsa muninum á milli
þessara tveggja hópa m.t.t. lýðfræðilegra
einkenna, MGUS tengdra breyta og
fylgisjúkdóma.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin
byggir á gögnum rannsóknarinnar
Blóðskimun til bjargar, lýðgrundaðri
skimunar rannsókn fyrir MGUS á Íslandi,
sem hófst árið 2016 (ClinicalTrials.gov nr.
NCT03327597). Upplýsingar um þátt takendur
með áður þekkt, tilviljanagreint MGUS
voru fengnar úr gögnum frá Lækna setrinu
og rannsóknarstofum Landspítala. Upp-
lýsingar um fæðingarár, kyn og búsetu
þátt takenda voru fengnar úr þjóðskrá og
magn og mótefnagerð M-próteins og hlut-
fall léttra keðja í sermi mælt í skimunar-
rannsókninni. Þá voru upp lýsingar um
fylgisjúkdóma þátttakenda fengnar úr
skrám heilbrigðis stofnana. T-próf og
kí-kvadrat próf voru notuð til að meta
mun á aldri, kyni og búsetu milli þátt-
takenda með tilviljanagreint MGUS og
þeirra sem voru með áður óþekkt forstig.
Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til
að bera saman magn M-próteins og $ölda
fylgi sjúkdóma milli sömu hópa. Tvíkosta
aðhvarfsgreining var notuð til að meta
mun milli mótefnaflokka M-próteina, tíðni
a(rigðilegs hlutfalls léttra keðja og tíðni
sérstakra fylgisjúkdóma.
Niðurstöður: Rannsóknarþýðið saman-
stóð af 1.891 einstaklingum með MGUS
greint í Blóðskimun til bjargar, þar af 110 (5,8%)
með áður þekkt, tilviljanagreint MGUS, 1.533
(81,1%) með áður óþekkt þung-keðju MGUS og
248 með áður óþekkt létt-keðju MGUS. Ekki
fannst marktækur munur á aldri, kyni eða
bú setu þátttakenda milli hópa. Þátttakendur
með áður þekkt MGUS voru að meðaltali
með 0,74 g/L hærri styrk M-próteins í
sermi (2,57 g/L og 2,24 g/L), samanborið
við þá þátttakendur sem voru með áður
óþekkt þung-keðju MGUS (95% öb: 0,11-1,37,
p-gildi: 0,02). Munur milli hópa á öðrum
þáttum hvað varða eiginleika forstigsins
var ómarktækur. Þá voru þátttakendur
með áður þekkt MGUS með marktækt fleiri
fylgi sjúkdóma en þeir sem voru með áður
óþekkt þung-keðju MGUS (3,93 og 3,16,
95% öb: 0,29-1,06, p-gildi: >0,001) og var
munurinn marktækur meðal gigtsjúkdóma,
krabbameina, langvinnra nýrnasjúkdóma,
innkirtlasjúkdóma og taugasjúkdóma.
Ályktanir: Niðurstöður þessarar rann-
sóknar benda til þess að einstaklingar
með tilviljanagreint MGUS hafi fleiri
fylgisjúkdóma en þeir einstaklingar sem eru
með MGUS greint í skimun. Þær staðfesta
einnig að valbjögun hefur skekkt fyrri
rannsóknir á MGUS og sýna að nauðsynlegt
er að rannsaka tengsl MGUS við sjúkdóma í
skimuðu MGUS þýði.
Lífsstíll ungra Íslendinga og tengsl við
líkamssamsetningu
Alexandra Ásgeirsdóttir (Ágrip barst ekki)
Líkamssamsetningarmælingar barna
í Heilsuskóla Barnaspítalans
Anna Rún Arnfríðardóttir1, Tryggvi
Helgason2, Ragnar Bjarnason1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali
Hringsins
Inngangur: Offita og ofþyngd barna
og fullorðinna hefur verið ört vaxandi
Rannsóknar-
verkefni
heilbrigðisvandamál síðan um miðja
síðustu öld. Offita á barnsaldri hefur
verið tengd ótímabærum dauðsföllum og
auknum líkum á ákveðnum sjúkdómum á
fullorðins árum en þar að auki getur offita
haft heilsufarslegar afleiðingar strax í
barn æsku. Heilsuskóli Barnaspítalans var
stofnaður árið 2011 til þess að aðstoða börn
sem kljást við offitu og $ölskyldur þeirra við
að bæta lífsvenjur sínar og heilsu. Mark-
mið rannsóknarinnar var í fyrsta lagi að
lýsa líkamssamsetningu þeirra barna sem
he$a meðferð í Heilsuskólanum, í öðru
lagi að meta áhrif líkamssamsetningar á
árangur meðferðar þeirra og í þriðja lagi
að meta hvort að tengsl væru milli líkams-
samsetningar barnanna og tilvist frávika í
blóðgildum þeirra.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin
var afturskyggn og lýsandi. Hún náði
til barna sem höfðu farið í líkams-
samsetningarmælingu með BIA aðferð á
vegum Heilsuskóla Barnaspítalans frá 24.
ágúst 2016 til og með 21. febrúar 2020 (n=285).
Til þess að meta áhrif líkamssamsetningar
barnanna á árangur meðferðar voru bornar
saman mælingar barna sem höfðu farið í
tvær líkamssamsetningarmælingar með
9−15 mánaða millibili (n=64). Árangur var
skil greindur út frá breytingu í LÞS-SFS
milli mælinga. Til þess að meta tengsl
milli líkamssamsetningar barnanna og
frávika í blóðgildum þeirra voru líkams-
sam setningarmælingar barna bornar
saman við blóðrannsóknir sem teknar voru
0–6 mánuðum á undan eða eftir líkams-
samsetningarmælingu barnsins (n=178).
Niðurstöður blóðrannsókna fyrir börn sem
höfðu verið í meðferð í Heilsuskólanum
á fyrrnefndu tímabili fengust frá Upp-
lýsingatæknisviði Landspítala.
Niðurstöður: Stelpur eru marktækt
yngri en drengir og 5–9 ára drengir eru
með marktækt alvarlegri offitu en 5–9 ára
stúlkur við upphaf meðferðar. Aðeins aldur
og vöðvamassi barns við upphaf meðferðar
reyndust hafa marktæk spágildi fyrir
árangur næstu 9–15 mánaða meðferðar.
Gagn líkindi þess að barn næði minni eða
engum árangri skv. skilgreiningu jókst um
71,6% þegar aldur barns við upphaf með-
ferðar jókst um 1 ár og gagnlíkindi þess að