Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 19

Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 19
17 Brot í neðri enda sveifar hjá fullorðnum Meðferð Meðferð brota í neðri enda sveifar fer eftir legu og eðli þeirra. Stöðugt brot er með- höndlað með gipsspelku á meðan það grær en sé það tilfært þarf að rétta það í deyfingu áður en gipsspelka er lögð til stuðnings. Algengast er að slík brot séu stöðug og dugar þessi meðferð í flestum tilfellum. Tilfært brot sem er óstöðugt þarf að kyrrsetja með einhverjum ráðum (ytri festingu, plötu og skrúfum eða pinnum), en það er gert á skurðstofu.8 Stöðug brot Brot sem liggur vel fær stuðning með gips- spelku í 4-5 vikur.9 Gips er sett til að viðhalda réttri legu brotsins og minnka verki á meðan brotið grær. Ef um er að ræða til fært brot þarf að rétta það í deyfingu áður en það er gipsað.8 Við réttingu úlnliðsbrota er togi beitt á framhandlegg í öxulstefnu til að losa tak vöðva á brotinu og ná því út í lengd, en það borgar sig að gefa sér góðan tíma í þetta. Síðan er $arhluti brotsins sveigður í rétta átt (við Colles brot er brotið sveigt fram eða volart). Fyrir réttingu er nauð synlegt að lina verki sjúklingsins með verkjaly$um eða deyfingu. Algengast er að deyfa í sjálft brotið (hematomal blokkdeyfing) en einnig má leggja blokkdeyfingar. Við gipsun er byrjað á að setja grisjusokk og bólstra með gipsbómul til að koma í veg fyrir særindi.10 Gæta skal að því að bólstra ekki of mikið því þá minnkar stuðningur við brotið. Ýmis gipsefni eru til en við upphafs meðferð við brotum í neðri enda sveifar er notað hvítt gips. Það er úr nátt- úru legu efni sem er bleytt og síðan mótað í svokallaða dorsal spelku.11 Við ó til færð brot er úlnliður í hvíldarstöðu í gipsinu. Sé brotið tilfært aftur á við (Colles brot) er lega handleggs við gipsun þannig að úln- liðurinn er beygður í 10-30° (flexion) og sveigður í ölnarátt (ulnar deviation) en sú staða minnkar hættu á að brotið leiti í verri stöðu. Spelkan má hvorki ná fram á hnúa liði né vera of há upp að olnboga þannig að hún hindri hreyfingar um liðina. Fingur liðir, hnúaliðir og olnbogi eiga að vera frjálsir því það er mjög mikilvægt að þeir séu hreyfðir á meðferðartíma. Oft er miðað við að spelkan sé um það bil 3 cm neðan við olnbogabót. Að lokum er teygjubindi vafið utan um og plástrað. Fatli er notaður fyrsta sólar- hringinn á meðan gipsið fær tíma til að þorna en annars skal notkun fatla vera mjög hófleg. Mikilvægt er að taka röntgenmynd eftir gipslagningu til að staðfesta legu brotsins í gipsinu. Eftirlit með brotinu er venjulega 10-14 dögum frá áverka en þá er aftur tekin röntgenmynd til þess að staðfesta legu brotsins og umbúðir lagfærðar ef þarf. Ekki skal skipta um gips nema að vel íhuguðu máli. Óþarfa gipsskipti auka hættu á því að brot skríði. Eðlilegt er að mikill bjúgur sé til staðar fyrstu dagana eftir brot en með tímanum gengur hann til baka og vöðvar handleggsins rýrna. Losnar því um handlegginn. Ef hægt er að hreyfa útliminn í gipsinu má ve$a öðru teygju bindi um það fyrsta til að herða að spelkuna. Áframhaldandi eftirlit fer síðan eftir legu brotsins og gróanda.8,12 Mikilvægt er að gera æfingar (hreyfa fingur, olnboga og öxl) í gipsumbúðunum til að minnka bjúg og hindra vöðvarýrnun. Með því að hafa hátt undir hendi er hægt að draga úr bjúgmyndun og verkjum (hafa hendi sem mest í hæð við hjarta eða hærra). Óstöðug brot Tilfært brot sem er óstöðugt þarf að með- höndla á skurðstofu og festa með ytri festingu, pinnum eða plötu og skrúfum. Hafa skal þó í huga að öll tilfærð brot á að rétta við fyrstu komu, jafnvel þó augljóst sé að þau séu óstöðug. Slíkt dregur úr hættu á fylgi kvillum (taugaklemmum o.s.frv.) og gefur líka viðbótarupplýsingar um brotið. Ef festa á brotið með ytri festingu er það fyrst rétt í svæfingu eða deyfingu. Síðan er $órum pinnum komið fyrir, það er tveimur í miðhandarbeini og tveimur í sveifarbeini ofan við brotið og standa þeir út úr húð. Ytri festingu (ramma) er komið fyrir á pinnum og spennir hún brotið út og heldur því stöðugu á meðan það grær. Fylgjast skal með sárunum umhverfis pinnana en eins og við allar aðgerðir er hætta á sýkingu. Þegar brotið er metið nægilega gróið eru ytri festingin og pinnarnir $arlægð, en ekki er þörf á að gera það í deyfingu. Sum brot má rétta og festa með pinnum og er það oftast gert á skurðstofu í deyfingu eða svæfingu. Þá eru pinnar settir gegnum húðina og þeim rennt á sérstakan hátt þvert yfir brotið til að halda því stöðugu á meðan það grær. Til frekari stuðnings er síðan búið um brotið í gipsi. Sé ákveðið að festa brotið með plötu og skrúfum er opnað niður á brotið og það rétt. Algengast er að platan sé sett framanvert (volar plate) og hún fest með skrúfum. Ef mikil bólga er til staðar þarf að bíða með aðgerð þar til hún hjaðnar vegna aukinnar hættu á fylgikvillum.9 Í flestum tilvikum næst að gera brot mjög stöðug eftir opna Mynd 6: a) Hliðlægt plan, b) liðflatarhalli (volar tilt) og c) breidd liðskálar (AP distance) Kollbein (capitate) Bátsbein (scaphoid) Mánabein (lunate) Sveif (radius) Liðflatarhalli (volar tilt) Eðlilegt bil 6,6–15,8° Dorsal Volar Breidd liðskálar (AP distance) Meðalbil 17,4–20,8 mm a) b) c)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.