Læknaneminn - 01.04.2021, Side 19
17 Brot í neðri enda sveifar hjá fullorðnum
Meðferð
Meðferð brota í neðri enda sveifar fer eftir
legu og eðli þeirra. Stöðugt brot er með-
höndlað með gipsspelku á meðan það grær
en sé það tilfært þarf að rétta það í deyfingu
áður en gipsspelka er lögð til stuðnings.
Algengast er að slík brot séu stöðug og dugar
þessi meðferð í flestum tilfellum. Tilfært
brot sem er óstöðugt þarf að kyrrsetja með
einhverjum ráðum (ytri festingu, plötu
og skrúfum eða pinnum), en það er gert á
skurðstofu.8
Stöðug brot
Brot sem liggur vel fær stuðning með gips-
spelku í 4-5 vikur.9 Gips er sett til að viðhalda
réttri legu brotsins og minnka verki á
meðan brotið grær. Ef um er að ræða til fært
brot þarf að rétta það í deyfingu áður en það
er gipsað.8 Við réttingu úlnliðsbrota er togi
beitt á framhandlegg í öxulstefnu til að losa
tak vöðva á brotinu og ná því út í lengd, en
það borgar sig að gefa sér góðan tíma í þetta.
Síðan er $arhluti brotsins sveigður í rétta
átt (við Colles brot er brotið sveigt fram eða
volart). Fyrir réttingu er nauð synlegt að
lina verki sjúklingsins með verkjaly$um
eða deyfingu. Algengast er að deyfa í sjálft
brotið (hematomal blokkdeyfing) en einnig
má leggja blokkdeyfingar.
Við gipsun er byrjað á að setja grisjusokk
og bólstra með gipsbómul til að koma í veg
fyrir særindi.10 Gæta skal að því að bólstra
ekki of mikið því þá minnkar stuðningur
við brotið. Ýmis gipsefni eru til en við
upphafs meðferð við brotum í neðri enda
sveifar er notað hvítt gips. Það er úr nátt-
úru legu efni sem er bleytt og síðan mótað
í svokallaða dorsal spelku.11 Við ó til færð
brot er úlnliður í hvíldarstöðu í gipsinu.
Sé brotið tilfært aftur á við (Colles brot) er
lega handleggs við gipsun þannig að úln-
liðurinn er beygður í 10-30° (flexion) og
sveigður í ölnarátt (ulnar deviation) en sú
staða minnkar hættu á að brotið leiti í verri
stöðu. Spelkan má hvorki ná fram á hnúa liði
né vera of há upp að olnboga þannig að hún
hindri hreyfingar um liðina. Fingur liðir,
hnúaliðir og olnbogi eiga að vera frjálsir því
það er mjög mikilvægt að þeir séu hreyfðir á
meðferðartíma. Oft er miðað við að spelkan
sé um það bil 3 cm neðan við olnbogabót.
Að lokum er teygjubindi vafið utan um
og plástrað. Fatli er notaður fyrsta sólar-
hringinn á meðan gipsið fær tíma til að
þorna en annars skal notkun fatla vera mjög
hófleg. Mikilvægt er að taka röntgenmynd
eftir gipslagningu til að staðfesta legu
brotsins í gipsinu.
Eftirlit með brotinu er venjulega 10-14
dögum frá áverka en þá er aftur tekin
röntgenmynd til þess að staðfesta legu
brotsins og umbúðir lagfærðar ef þarf.
Ekki skal skipta um gips nema að vel
íhuguðu máli. Óþarfa gipsskipti auka
hættu á því að brot skríði. Eðlilegt er að
mikill bjúgur sé til staðar fyrstu dagana
eftir brot en með tímanum gengur hann
til baka og vöðvar handleggsins rýrna.
Losnar því um handlegginn. Ef hægt er að
hreyfa útliminn í gipsinu má ve$a öðru
teygju bindi um það fyrsta til að herða að
spelkuna. Áframhaldandi eftirlit fer síðan
eftir legu brotsins og gróanda.8,12 Mikilvægt
er að gera æfingar (hreyfa fingur, olnboga
og öxl) í gipsumbúðunum til að minnka
bjúg og hindra vöðvarýrnun. Með því að
hafa hátt undir hendi er hægt að draga úr
bjúgmyndun og verkjum (hafa hendi sem
mest í hæð við hjarta eða hærra).
Óstöðug brot
Tilfært brot sem er óstöðugt þarf að með-
höndla á skurðstofu og festa með ytri
festingu, pinnum eða plötu og skrúfum.
Hafa skal þó í huga að öll tilfærð brot á að
rétta við fyrstu komu, jafnvel þó augljóst sé
að þau séu óstöðug. Slíkt dregur úr hættu
á fylgi kvillum (taugaklemmum o.s.frv.) og
gefur líka viðbótarupplýsingar um brotið.
Ef festa á brotið með ytri festingu er það
fyrst rétt í svæfingu eða deyfingu. Síðan er
$órum pinnum komið fyrir, það er tveimur
í miðhandarbeini og tveimur í sveifarbeini
ofan við brotið og standa þeir út úr húð. Ytri
festingu (ramma) er komið fyrir á pinnum
og spennir hún brotið út og heldur því
stöðugu á meðan það grær. Fylgjast skal
með sárunum umhverfis pinnana en eins
og við allar aðgerðir er hætta á sýkingu.
Þegar brotið er metið nægilega gróið eru ytri
festingin og pinnarnir $arlægð, en ekki er
þörf á að gera það í deyfingu.
Sum brot má rétta og festa með pinnum
og er það oftast gert á skurðstofu í deyfingu
eða svæfingu. Þá eru pinnar settir gegnum
húðina og þeim rennt á sérstakan hátt þvert
yfir brotið til að halda því stöðugu á meðan
það grær. Til frekari stuðnings er síðan búið
um brotið í gipsi.
Sé ákveðið að festa brotið með plötu og
skrúfum er opnað niður á brotið og það rétt.
Algengast er að platan sé sett framanvert
(volar plate) og hún fest með skrúfum. Ef
mikil bólga er til staðar þarf að bíða með
aðgerð þar til hún hjaðnar vegna aukinnar
hættu á fylgikvillum.9 Í flestum tilvikum
næst að gera brot mjög stöðug eftir opna Mynd 6: a) Hliðlægt plan, b) liðflatarhalli (volar tilt) og c) breidd liðskálar (AP distance)
Kollbein (capitate)
Bátsbein (scaphoid)
Mánabein (lunate)
Sveif (radius)
Liðflatarhalli (volar tilt)
Eðlilegt bil
6,6–15,8°
Dorsal Volar
Breidd liðskálar (AP distance)
Meðalbil
17,4–20,8 mm
a)
b) c)