Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 34

Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 34
32 Læknaneminn í lungum við skurðaðgerðir, helstu fylgi- kvilla frá lungum og áhættuþætti þeirra og hvernig er best að meta áhættu í hverju tilfelli fyrir sig. Gagnasöfnun Við skrif þessarar greinar var notuð leitarvél Pubmed auk klínískra leiðbeininga frá American College of Physicians. Leitarorð voru meðal annars: „postoperative“, „pulmonary“, „complications“, „preoperative“ og „risk factors“. Lífeðlisfræði lungna í kringum skurðaðgerðir Um leið og sjúklingur er svæfður fyrir skurð aðgerð verða breytingar á lungna- starf semi. Það verða breytingar á öndunar- hvöt (respiratory drive) og vöðva starfsemi og lungna rúmmál (lung volume) minnkar. Það sem helst veldur þessum breytingum eru önd unar bælandi áhrif svæfingarly$a og hvort já kvæðri þrýstingsöndun í út öndun (positive end-expiratory pressure, PEEP) er beitt við svæfingu.5 Þeir vöðvar sem verða helst fyrir breytingum eru þind og kviðvöðvar. Rann sóknum ber ekki saman hve lengi öndunar færin eru að ná sér aftur í sama horf eftir að gerð en það er talið vera allt að sex vikur.6, 7 Minnkað lungnarúmmál er helsti orsaka þáttur í þróun lungnafylgikvilla eftir aðgerðir. Þar er truflun á starfsemi þindar mikil vægust en verkir frá skurðsvæði og van öndun í kjölfarið eru einnig áhrifaþættir. Þannig valda aðgerðir á brjóstholi og efri hluta kviðarhols herpumynd (restrictive pattern) með lækkun á lungnarúmmáli þannig að öndunarrýmd (vital capacity, VC), starfræn loftleif (functional residual capacity, FRC) og öndunarloft (tidal volume, VT) lækka (mynd 1). Þetta á þátt í myndun Auður Gunnarsdóttir Fimmta árs læknanemi 2020–2021 Gunnar Guðmundsson Sérfræðingur í lyflækningum og lungnalækningum lungnahruns en það gerist í kjölfar þess að of lágur þrýstingur er í hluta lungna sem veldur því að lungnablöðrur falla saman, svo sem við grunna innöndun í svæfingu eða vegna verkja í kjölfar aðgerðar. Einnig eykst öndunartíðni við þessar aðstæður og það verður ójafnvægi á loftun og blóðflæði í lungnablöðrum (ventilation perfusion mismatch). Það gerist vegna jákvæðs útöndunarþrýstings (PEEP) sem beitt er við öndunarvélameðferð í svæfingu. Þannig verður loftun svipuð í öllum hlutum lungnanna en blóðflæði er ójafnt. Þá getur of mikill þrýstingur í öndunarvél valdið lokun æða sem getur valdið hjástreymi (shunt).5 Svæfing letur einnig andvörpunar- viðbragð (sigh reflex) sem er áhættuþáttur fyrir lungnahruni. Til þess hluta lungna þar sem lungnahrun hefur orðið flæðir blóð óhindrað en engin loftun verður sem leiðir til skertra loftskipta svæðisbundið og getur það leitt til lækkunar á súrefnisgildum í blóði ef lungnahrunið er nægilega stórt.5 Þá geta eftirstöðvar af svæfingarly$um og morfínskyldum ly$um eftir aðgerð bælt öndun. Lyfin minnka einnig hreinsun á slími með því að hægja á reglubundnum slætti bi'ára í öndunarvegum og valda hömlun á hóstaviðbragði. Það, ásamt minnkaðri slímhreinsun frá öndunar- færum, eru þættir sem geta stuðlað að sýkingum eftir aðgerðir.5, 7 Fylgikvillar Eins og áður hefur komið fram er ekki til nein nákvæm skilgreining á fylgikvillum frá lungum eftir skurðaðgerðir. Almenna skil greiningin er óeðlileg starfsemi lungna sem kemur eftir skurð aðgerð og veldur annaðhvort sjúkdóms ástandi eða Inngangur Fylgikvillar frá lungum eru algengir eftir skurðaðgerðir og auka á sjúkdómsbyrði, dánartíðni og lengja spítalainnlagnir. Talið er að tíðni fylgikvilla frá lungum eftir skurð aðgerðir sé á bilinu 2-40%.1 Ástæðurnar fyrir þessu víða bili eru að sjúklingar eru ólíkir, sem og skurðaðgerðirnar sem þeir fara í. Einnig er ekki til nein nákvæm skil- greining á fylgikvillum frá lungum eftir skurð aðgerðir. Almenna skilgreiningin er óeðlileg starfsemi lungna sem kemur eftir skurð aðgerð og veldur annaðhvort sjúk- dóms ástandi eða vanstarfsemi sem hefur klínísk áhrif og breytir sjúkdóms gangi eftir aðgerðina.2 Lungnafylgikvillar eftir skurðaðgerðir eru þannig mismunandi algengir og alvar- legir. Sumir geta ógnað lífi og hafa rann- sóknir sýnt að dánartíðni getur verið allt að 20% vegna sumra þeirra.1 Dæmi um fylgi kvilla frá lungum eru lungna hrun (atelectasis), lungnabólga (pneumonia) og öndunar bilun í kjölfar aðgerðar (postoperative respiratory failure). Lungnafylgi kvillar eftir aðgerðir eru ekki síður algengir en fylgi kvillar frá hjarta. Þegar fylgikvillar frá lungum eru bornir saman við fylgi- kvilla frá hjarta þá eru lungna fylgi kvillar taldir tengjast sterkar langtíma dánar- tíðni eftir aðgerðir, sérstaklega hjá eldri einstaklingum.3 Hvert ár á heimsvísu fara yfir 300 milljónir manna í skurðaðgerðir.4 Vegna algengi fylgikvilla er mikilvægt að gera áhættu mat á sjúklingum með tilliti til lungna starfsemi og reyna þannig að fyrir- byggja fylgikvilla frá lungum í kjölfar skurð- aðgerða. Í þessari grein verður farið yfir lífeðlisfræðilegar breytingar sem geta orðið Mat á lungna- starfsemi fyrir skurðaðgerðir Mynd 1: Lungnarúmmál og lungnarýmdir Skammstafanir: Viðbótarloft (inspiratory reserve volume, IRV) Öndunarloft (tidal volume, V T ) Varaloft (expiratory reserve volume, ERV) Loftleif (residual volume, RV) Innöndunarrýmd (inspiratory capacity, IC) Starfræn loftleif (functional residual capacity, FRC) Öndunarrýmd (vital capacity, VC) Heildarlungnarýmd (total lung capacity, TLC)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.