Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 17
15 Brot í neðri enda sveifar hjá fullorðnum Mynd 3: Mynd tekin í lok aðgerðar með gegnumlýsingartæki Mynd 4: Mismunandi gerðir úlnliðsbrota hand leggs í öxulstefnu (axial load) en öln (ulna) aðeins um 20%.1 Liðböndin sem tengjast neðri enda sveifar eru oftast heil eftir úlnliðsbrot við lágorkuáverka sem auðveldar réttingu brota. Flest úlnliðsbrot verða við fall á útrétta hönd með úlnliðinn í 40-90° réttistöðu. Hjá yngra fólki verða brot gjarnan við háorkuáverka en hjá eldra fólki frekar við fall úr standandi stöðu.2 Bein- þynning er þar oft undirliggjandi þáttur. Faraldsfræði Úlnliðsbrot eru meðal algengustu brota í efri útlimum og um það bil 17% allra brota. Stór hluti þeirra verður hjá öldruðum. Konur eru þar í meirihluta en eftir tíðahvörf geta þær tapað stórum hluta beinmassans á örfáum árum vegna minnkunar á kvenhormóninu estró gen. Tíðni úlnliðsbrota hækkar með aldri bæði hjá konum og körlum. Samkvæmt íslenskri rannsókn frá árinu 2004 var meðal aldur kvenna með úlnliðsbrot 64 ára (staðalfrávik = 19) samanborið við 50 ára (staðalfrávik = 20) hjá körlum.3 Tíðni úln- liðsbrota á Íslandi er hærri um vetur miðað við aðrar árstíðir en þá fara hálku slysin að verða algengari. Árið 2004 urðu 18% úln- liðsbrota í kjölfar hálkuslysa.3 Gerðir brota Margar flokkanir eru til fyrir úlnliðsbrot og eru þær misflóknar. Eftirfarandi flokkun er algeng í daglegu tali en hefur ekki mikla þýðingu hvað varðar val á meðferð (mynd 4). Colles brot eru algengasta gerð úln liðs- brota eða allt að 90%. Þau eiga sér stað við fall á útrétta hönd með úlnlið í réttistöðu. Slík brot valda tilfærslu aftur á við (dorsal) á neðri enda sveifar með eða án brots í nibbu ölnarbeins (processus styloideus ulna). Smith brot eiga sér stað við fall á úlnlið í beygðri stöðu (flexion) eða beint högg á úln liðinn. Öfugt við Colles brot valda þau lófalægri eða fram á við (volar) tilfærslu á neðri enda sveifar. Barton brot eru frábrugðin Colles og Smith brotum þar sem þau ganga inn í liðflötinn milli sveifar og úlnliðsbeina (radiocarpal liðinn). Tvær tegundir eru af Barton brotum, ýmist með tilfærslu brotaflaska aftur (dorsal) eða fram (volar) á við. Tilfærsla aftur á við (dorsal Barton) er algengari. Þá brotnar afturhluti liðflatar frá og tilfærsla er svipuð og við Colles brot. Þegar framhluti liðflatar brotnar frá (volar Barton) þá líkist það Smith broti. Einnig eru til fleiri flóknari brotagerðir, má þar nefna Chauffers og Die- Punch brot.4 Mat á áverka Saga Áverkasaga er mikilvæg en miklu máli skiptir hvort um háorku- eða lágorku- áverka er að ræða. Einnig er gott að vita af undirliggjandi sjúkdómum eins og mögu- legum taugaklemmum, til dæmis carpal tunnel heilkenni, eða útæða sjúkdómi. Fyrri áverkar og aðgerðir á brotasvæði skipta einnig máli.5 Skoðun Við skoðun er leitað að aflögun á hand legg. Þar er svokölluð gaffalskekkja (dinner-fork) klassísk við Colles brot. Nauðsynlegt er að meta blóðflæði, virkni sina og taugastarfsemi $arlægt eða neðan við áverka (meta distal status). Það er gert með því að skoða háræðafyllingu í fingrum, hreyfigetu og skyn með tilliti til ítaugunar- svæða ölnar-, sveifar- og miðtauga (nervus ulnaris, radialis og medianus). Algengast er að miðtaugin verði fyrir áverka eða klemmist í bólgu/blæðingu (acute carpal tunnel syndrome). Slíkt getur krafist aðgerðar fljótt með losun á tauginni. Meta þarf umfang bólgu og athuga hvort um opið brot sé að ræða. Ef skoðun er gerð Dorsal Dorsal Colles brot Barton brot með tilfærslu brotaflaska fram á við Smith (öfugt Colles) brot Barton brot með tilfærslu brotaflaska aftur á við Dorsal Dorsal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.