Bergmál - 01.05.1955, Síða 4

Bergmál - 01.05.1955, Síða 4
SPAKMÆLÍ Nú er því svo farið, að ó- ánægðum manni hættir mjög til þess að leita orsakar óánægju sinnar hjá öðrum, og þá helzt hjá þeim, sem nátengdastur er. (Leo Tolstoj). ★ Margir eru svo gerðir, að þeir eru fljótir til að fordæma það, sem þeim geðjast ekki að, eða það sem þeir skilja ekki. (Maugham). ★ Að njóta eða veita nautn án þess að skaða sjálfan sig eða nokkurn annan, það er list og í því álít ég að allt siðgæði sé fólgið. ★ Hin bezta hugsanleg heim- speki, sem hægt er að beita í samskiptum sínum við með- bræðurna, er að sameina góð- látlega kímni fyrirlitlegu af- skiptaleysi. ( Chamfort). ★ Þeir eru ótrúlega margir, sem aldrei. komast að raun um að sjóndeildarhringurinn er hreyf- anlegur. Sá, sem ekki keppir að vissu marki, villist ekki (Basse Gustafsson). ★ Almennt séð, er miklu meira af fyndni en gáfum í þessum heimi. í samkvæmislífinu úir og grúir af fólki, sem alltaf er að segja fyndni, en skortir algjör- lega gáfur. (De Rivarol). ★ Vissir hlutir eru algjörlega óþolandi, ef þeir eru aðeins annars flokks: Skáldskapur, hljómlist, málverk og ræður. ( Bruyére ) ★ Því lengur, sem ég lifi, því sannfærðari verð ég um það, að það sem var nógu gott handa íeðrum okkar, er ekki nógu gott handa okkur. (Oscar Wilde). ★ Lyndiseinkunn manna sézt bezt á því hvað þeim finnst hlægilegt. (Goethe). 2

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.