Bergmál - 01.05.1955, Qupperneq 8

Bergmál - 01.05.1955, Qupperneq 8
M A í B E R G M Á L------------------ kennari. Nokkrum dögum síðar var búið að panta tíma fyrir mig hjá þaulæfðum kennara. Þessi kennari minn í bíla- akstri var ungur maður, eða um tuttugu og fjögra ára, hár og grannur, snotur maður. Hann hét Terence Bates. Fyrst í stað veitti ég honum enga verulega athygli, enda hefur hann vafa- laust litið á mig aðeins sem nemanda eins og ég leit á hann aðeins sem kennara. Móður minni hafði tekizt að móta mig svo að ég veitti nú orðið engum athygli, nema hin- um útvöldu vinum, sem hún hafði haft hönd í bagga með að velja handa mér. En svo í lok fjórðu kennslu- stundarinnar varð einhver breyting á mér. „Þér þurfið ekki að halda svona fast um stýrið,“ sagði Terence. „Þér hafið betra vald yfir bílnum ef þér látið stýrið leika laust í hönd yðar, svona, sjáið þér til,“ bætti hann við og tók um aðra hönd mína. Þessi snerting varð til þess, að ég fór skyndilega að hafa það á tilfinn- ingunni, að þetta væri ekki að- eins kennari, heldur ungur karl- maður. Ég leit á hann og allt í einu fékk ég löngun til að strjúka vanga hans — og kyssa hann. Ef til vill hefur hann lesið þessar hugsanir í augum mín- um, því að mér fannst nú að hann horfði allt öðruvísi á mig en hann hafði gert til þessa. Hann virtist nú fyrst veita mér verulega athygli, sem kven- manni. „Ungfrú Horne,“ sagði hann fremur feimnislega. „Mér var að detta í hug hvort þér munduð vilja koma með mér í bíó eftir næstu kennslustund?“ Það fór fagnaðarstraumur um mig alla, er ég fann að hann horfði jafnframt á mig aðdáun- araugum. Og ég hafði næstum sagt — já — umsvifalaust, því að nú þráði ég ekkert fremur, en að fara með honum í bíó, en skyndilega sá ég fyrir mér háðsbros mömmu, ef ég segði henni að ég ætlaði út með kennara mínum í bílaakstri. Og ég þóttist þess fullviss, að hún mundi harðbanna mér það. Ég þurfti umhugsunarfrest. „Ég hef lofað mér annað, næsta föstudagskvöld,“ sagði ég, „en ég skal láta yður vita hvenær ég gæti farið í bíó með yður. Ég myndi hafa ánægju af því “ Þetta kvöld lá ég lengi and- vaka og hugsaði um Terence. Hvernig stóð á því, að ég hafði ekki veitt því athygli fyrr hve „sætur“ hann var? Ég fór að 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.