Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 12

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 12
M A í B E R G M A L----------------- „Ég var úti,“ svaraði ég sann- leikanum samkvæmt. i,Vertu ekki að snúa út úr. Með hverjum varstu?“ „Ja, ef þú þarft nauðsynlega að vita það, þá heitir hann Ter- ence Bates, bílkennarinn.“ Og þá leysti mamma frá skjóðunni. Það er óþarfi að end- urtaka það sem hún sagði, er einkum snerist um það, að ég hegðaði mér eins og ómerkileg gála, og legði lag mitt við hvern sem væri. Pabbi reyndi tvisvar eða þrisvar að grípa fram í fyrir henni, en hún lét hann aldrei komast að. Ég lét hana tala út, en létti því næst á hjarta mínu gagn- vart ,henni. „Hverju öðru gaztu búizt við? Ef ég hefði sagt þér, að ég vildi bjóða Terence heim, þá hefðir þú haft einhver ráð með að fæla hann á brott. Frá því ég man fyrst eftir mér hefur þú fælt á brott alla þá kunn- ingja mína, sem þér hefir ekki geðjast að. Ekki þó með því að banna mér að umgangast þá. Nei, til þess varst þú of slungin. Þú hæddir vini mína og særðir þá svo að þeir gáfust upp á að koma hingað. Hvernig getur þú svo ásakað mig fyrir að bjóða Terence ekki hingað heim?“ Þegar ég hafði lokið þessum lestri, hljóp ég upp á loft. Ég heyrði að pabbi sagði all-fast- mæltur. „Agnes, er þetta satt?“ Ég hraðaði mér inn í svefn- herbergi mitt og lokaði á eftir mér. Um morguninn vaknaði ég við það, að mamma barði að dyrum hjá mér. Hún gekk að rúminu mínu og settist á brík- ina. „Cynthia — þessi Terence Bates. Ert þú------“ Hún sagði ekki fleira, en ég skildi fullvel hvað hún átti við. „Nei,“ svaraði ég dauflega og forðaðist að horfast í augu við hana. „Ég fer ekki oftar út með honum. Við slitum öllum kunn- ingsskap í gærkvöldi. Þú getur verið áhyggjulaus þess vegna.“ „Nú ert þú skynsöm stúlka,“ sagði hún og varp öndinni létt- ar. „Mér þykir leitt, að ég skyldi tala svo hörkulega til þín í gær- kvöldi, en mér voru það svo mikil vonbrigði að þurfa að hugsa til þess, að þú fórnaðir þér fyrir mann, sem er svo sem ekki neitt.“ Eitt andtartak blossaði upp- reisnarandinn í brjósti mér aftur. Ég leit hvasst á móður mína og hugsaði fyrirlitlega: Hvaða rétt hefir hún til að vera svona hégómleg og full for- dildar? 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.