Bergmál - 01.05.1955, Page 19

Bergmál - 01.05.1955, Page 19
B E R G M Á L 1 955 ------------------------- fyrst þú segir það,“ sagði hún snöktandi. Ég dvaldist þarna nokkra daga enn til að ganga frá eigum Ellu heitinnar frænku, og þegar kom að brottfarardegi mínum virtist mér Thelma vera farin að sætta sig betur við tilhugs- unina um að setjast að hjá Jack- son hjónunum. Og þegar ég fór fannst mér ég hafa gert það sem skynsam- legast væri, hvað svo sem sam- vizka mín segði. En samt fannst mér eins og ég væri að skilja við hluta af sjálfri mér. Ég fann það að ég elskaði Thelmu af öllu hjarta. Og við grétum báðar, er við kvöddumst. Harry brá er hann sá mig aftur, svo föl og þreytuleg var ég þegar ég kom heim. Ég reyndi eins og ég gat að hrista af mér áhyggjurnar, en það tókst ekki. í hvert skipti sem ég leit yngri dæturnar mínar tvær varð mér ósjálfrátt hugsað til hinnar þriðju. — Dótturinnar, sem ég hafði ekki viðurkennt, og ég óskaði þess af heilum hug, að hún yrði hamingjusöm á heimili Jackson hjónanna. í hvert skipti sem við Harry vorum ein saman fann ég knýj- andi þrá til að trúa honum fyrir hinu saknæma leyndarmáli mínu. Og jafnframt var ég haldin sífelldum ótta við að ég myndi ósjálfrátt koma upp um mig. Mamma var dálítið hressari þegar ég kom aftur. Ég sagði henni frá Thelmu og hún gladd- ist yfir því, að ég hafði tekið þá ákvörðun að skilja hana eftir. Henni fannst það ganga brjál- æði næst af mér, að láta mér detta í hug að taka hana heim með mér. Ég skrifaði Thelmu tvisvar í viku eftir að ég kom heim og hún svaraði hverju bréfi mínu. í fyrstu bréfunum, sem ég fékk frá henni var ekki hægt að heyra annað en henni liði vel hiá Jackson hjónunum. En um hálf- um öðrum mánuði síðar fékk ég stutt bréf frá henni, sem olli mér gífurlegum áhyggjum. „Frú Jackson lætur mig vinna svo mikið,“ skrifaði hún. „Ég virðist ekki géta gert neitt svo, að henni líki það vel. Mér líður svo illa.“ Ég minnist þess ekki nú að ég tæki að yfirlögðu ráði ákvörðun um að sækja dóttur mína. Allt sem ég man er það, að ég var skyndilega viss um það, að ég gæti ekki lengur brugðist skyldu minni gagnvart mínu' eigin 17

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.