Bergmál - 01.05.1955, Side 29

Bergmál - 01.05.1955, Side 29
1955 B E R G M k L MANSTU Syng ég sumrinu óð sorg er fokin á brott því ég mætti þér mey, manstu; allt var svo gott. og á kafrjóða kinn kyssti eg drukkinn af ást ég var fullur af frið, fann ég ást, sem ei brást. Þá var dásamleg dýrð djarft var elskað og hitzt og í laufguðum lund löngum faðmað og kysst. Þar söng þröstur á grein þrotlaust unaðar-ljóð, hann var hrifinn sem ég hann söng ástinni óð. Oft mun liggja mín leið, lauf er grænkar á grein, upp í lukkunnarlund í leit að gæfunnar stein. Þar ég minnist þín bezt þar er kyrrðin svo góð, þar er þrösturinn enn, þar ég yrki mín ljóð. Jón Stefánsson. var hann búinn að stórskemma heilsu sína með drykkjuskap og svalli. Hann réð ekki við röstina fram af höfðanum. Líkið fannst ekki fyrr en eftir þrjá daga.“ Eg sagði ekkert um stund. Mér var satt að segja nóg boðið. Svo spurði ég Burton: „Vissuð þér, þegar þér buðuð honum at- vinnu, að hann myndi drukkna?“ 27

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.