Bergmál - 01.05.1955, Page 33

Bergmál - 01.05.1955, Page 33
B E R G M Á L 1 955 ---------------------- ur þangað ýtir hann nátt- gluggatjöldunum lítið eitt' til hliðar og gægist út. Ekki sézt nokkur lifandi sála á götunni, en útiljósið á húsinu gegnt garðshliðinu logar glatt, það kviknar á því samtímis stiga- ljósunum, alveg eins og í hús- inu, sem Áki á heima í.-- Eftir örlitla stund er Áki orð- inn gegnkaldur og læðist því aftur upp í dívaninn sinn. Til þess að forðast að reka sig á borðið í myrkrinu, strýkur hann hendinni eftir eldhúsbekknum, og þá rekast fingur hans skyndi- lega í eitthvað kalt, það er egg- járn. Hann fikar sig áfram eftir hnífsblaðinu þangað til hann nær utan um skaft stóru búr- breddunnar. Þegar hann skríður upp í dívaninn hefir hann hníf- inn með sér. Hann leggur hann við hlið sér undir teppinu og gerir sig ósýnilegan aftur. Svo er hann á ný staddur í sama húsi og áður. Hann nemur stað- ar í dyrunum og horfir á karl- ana og konurnar, sem halda föður hans þarna eins og fanga. H'ann veit það, að ef honum á að takast að frelsa föðurinn verður hann að nema hann á brott með valdi, eins og víking- ur í herferð. Áki læðist því í áttina að borðinu. Hann mundar stóra hnífinn, sem nú er ósýni- legur, og stingur honum í feita manninn, sem situr næstur föð- urnum. F!eiti maðurinn deyr og Áki heldur áfram hringinn í kring um borðið, en einn af öðrum lyppast þeir niður af stólum sínum, án þess að vita eiginlega, hvað gerzt hefur. Nú er faðirinn frjáls og Áki leiðir hann út á götuna. Hann fær engan bíl og fara þeir því inn í strætisvagn. Áki sér um það, að faðir hans fær sæti aftan til í vagninum og vonar að vagn- stjórinn hafi ekki veitt því at- hygli, að hann hefir drukkið svo- lítið og Áki vonar enn fremur að faðirinn reki nú ekki upp hlátursrokur hér, þar sem ekk- ert er til að hlæja að. Einnig í þetta skipti hugsar Áki sér heim á undan vagnin- um og liggur því næst graf- kyrr og hlustar, en einnig í þetta skipti hefir hann skilið of snemma við föður sinn. Hann kemur ekki. Ef til vill hefir hann numið staðar úti á horninu hjá sjálfsalanum til að kaupa einn pakka af sælgæti handa Áka litla? Hver veit? Nú sigrar svefninn litla dreng- inn og hann dreymir það að Framh. á hls. 37. 31

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.