Bergmál - 01.05.1955, Side 35

Bergmál - 01.05.1955, Side 35
1955 B E R G M Á L GRACE KELLY Bezta leikkona ársins 1954. Nýskeð hefir ameríska kvikmynda- leikkonan Grace Kelly hlotið titilinn „bezta leikkona ársins 1954“ í heima- landi sínu. Undanfarna mánuði hefir verið skrifað margt og mikið um þessa leik- konu, jafnvel engu minna en Audrey Hepurn. Og hefir Grace Kelly oft verið nefnd í blöðunum: Hin nýja drottning Hollywood. Grace Kelly er fædd 12. nóvember 1928 í Fíladelfíu, en faðir hennar er stórefnaður byggingaverkfræðingur, John B. Kelly, sem tvisvar hefir hlotið gullmedalíu fyrir kappróðra á Ólymp- íuleikum, sem einn úr liði Ameríkana. Grace Kelly og' William Holden í myndinni „Brýmar við Toko-Ri“. Grace Kelly og Gary Cooper í myndinni „High noon“. Þegar á unga aldri var Grace send í beztu. ungmeyjaskóla, sem völ var á í Bandaríkjunum, og loks var svo menntun hennar slípuð og fínpússuð í Sviss. Eftir Evrópudvölina talaði hún ensk- una með ósviknum Oxford hreim, en jafnframt hafði hún lært vel bæði þýzku og frönsku. Og vafalaust hefir það verið í Evrópu, sem hún náði að tileinka sér þann „meginlandsblæ", eða „lady-yfirbragð“, sem Ameríkan- ar tala um í framkomu hennar og svipmóti, og sem hefir án efa stuðlað meira að skjótum frama hennar í kvikmyndaheiminum en nokkuð annað. Amerískar kvikmyndir hafa löng- um saknað mjög einhverrar dömu (,,lady“,) hefðarkonu á meðal allra „stássmeyjanna" og „swing-brúð- anna“ í Hollywood, og vitanlega hefir amerískum kvikmyndaframleiðendum

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.