Bergmál - 01.05.1955, Síða 36

Bergmál - 01.05.1955, Síða 36
Maí Bergmál Grace Kelly og Clark Gable í „Mogambo“. sviðið það sárt að þurfa ýmist að fá að láni eða kaupa utanlands frá leik- konur í lady-hlutverk (Merle Oberon, Greer Garson, Deborah Kerr o. s. frv.). Nú fyllir Gracy Kelly þetta skarð, og var þá ekki lengi verið að tvínóna við að krýna hana drottningarkórónu. Grace Kelly er hávaxin, en tæpast er hægt að kalla hana fegurðardís, til þess er nef hennar of stutt og varirnar of þunnar. Hún er auk þess mjög nær- sýn og notar því að jafnaði gleraugu í einkalífi sínu. En andlitsdrættir hennar eru reglulegir, vöxturinn spengilegur og hár hennar ljóst. Auk þess ber hún sig eins og drottning. Enda tala kvikmyndastjórnendur þeir, sem hún hefir unnið með um hana eins og drottningu. Fyrsta kvikmynd Grace Kelly hét „Héraðsdómarinn", og lék hún þar á móti Gary Cooper. Á móti Clark Gable lék hún í ævintýramynd frá Afríku, sem hét „Mogambo". Þá hefir hún einnig leikið á móti þeim James Stewart, Ray Milland og William Holden, svo að mótleikarar hennar eru auðsjáanlega ekki valdir af verri end- anum. Er hún hafði leikið í „Héraðsdómar- inn“, birti ameríska stórblaðið „Life“ forsíðumynd af henni og er það talin ein bezta auglýsing, sem kvikmynda- stjörnur geta fengið í Ameríku, en „Life“ talaði um hana sem „sambland frískleika, kvenlegrar dyggðar og duldra kynhrifa.“ Stuttu eftir að þessi forsíðumynd birtist í „Life“ bauð Metro-félagið henni samning með 750 dollara viku- launum, sem er hvorki mikið né lítið fyrir kvikmyndastjörnu. En Metro hefir þó grætt allvel á þessum samn- ingi, því að eftir árið hafði félagið fengið 42.500 dollara fyrir að leigja öðrum kvikmyndafélögum hana. Síð- asta myndin, sem Grace Kelly hefir leikið í, mun vera kvikmyndin „Grípið þjófinn", sem tekin var á Riviera- ströndinni síðastliðið sumar, en annað aðalhlutverk í þeirri mynd lék Gary Grant. Hér í Reykjavík hefir Grace Kelly sézt í myndinni „M“, sem Stjörnubíó sýndi fyrir rúmu ári síðan, og sagt er að myndin „Héraðsdómarinn", eða „High noon“ hafi einnig verið sýnd í Reykjavík, í Tripolibíó. Hér er nefnd kvikmyndin „M“, en það var hún nefnd hér í Stjörnubíói, og hefir Bergmál minnst fyrr á þá mynd. Hún heitir á ensku „Dial M for murder", og hefir nú verið skýrð á íslenzku „Lykillinn að leyndarmálinu," en það hafa nokkrir ungir leikarar í Rvík skýrt hana, eða öllu heldur leik- ritið sjálft, svo sem kunnugt er. !ll 34

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.