Bergmál - 01.05.1955, Side 37

Bergmál - 01.05.1955, Side 37
B E R G M Á L 1955 Grace Kelly og Fredcríck Marsh. Hér er mynd af þeim Grace Kelly og Fredric March, eins og þau líta út í kvikmyndinni „Brýrnar við Toko- Ri“, en sú mynd er gerð eftir sam- nefndri sögu eftir James Michener. Paramount-félagið í Hollywood gerði þessa mynd austur í Japan og voru Frederic March, Grace Kelly og William Holden í aðalhlutverkum. auk þess léku Mickey Rooney og Earl Holliman einnig í þessari mynd. Fredric Marsh sést sjaldan nú orðið í kvikmyndum, því að sagt er að það séu ekki nema úrvals hlutverk sem geti ginnt hann að heiman, en hann er bóndi i Connecticut. Kona hans er fyrrverandi leikkona, Florence Eld- ridge. Fredric March leikur hlutverk Tarr- ant aðmíráls í þessari mynd, og hefir hann sagt um það hlutverk: „Mér fannst ég mega til með að spreyta mig við að lýsa karakter þessa stranga, kjarkmikla sjóliðsforingja, sem misst hafði tvo syni sína í sama striði og var nú fyrirskipað að reka unga menn út í sama lífsháska og synir hans höfðu lent í. í stríði, sem fæstir þeirra skildu hvern tilgang hefði." Hetja sönn á hólmi eigi hræðast kann. Gakktu djarfur djöfsa móti. Dreptu hann. (Kristján frá Djúpalæk). 35

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.