Bergmál - 01.05.1955, Side 39

Bergmál - 01.05.1955, Side 39
Bergmál 1955 NÆTURLEIKIR Framh. af hls. 31. faðirinn kemur inn og segir þeim báðum, Áka og móður hans, hve‘ leiður hann er yfir því að hafa tafizt svona lengi, en hann hafi fundið fótbrotinn mann á göt- unni og orðið að koma honum í sjúkrahúsið. Og svo segði hann líka, að hann væri búinn að fá leigðan mótorbát og ætlaði að bjóða þeim báðum í skemmti- ferð í bátnum á morgun. En upp frá þessum draumi hrökk Áki litli löngu, löngu eftir að hann hafði loks sofnað, og hann vakn- aði við það að útihurðinni var skellt harkalega. Faðirinn var að koma heim, hann reynir að kveikja ljósið í stiganum en finnur aldrei hnappinn, sem styðja þarf á, loks gefst hann svo upp, bölvandi og ragnandi. Þegar hann kemur inn í and- dyrið í íbúð sinni hallazt hann þunglega upp að veggnum, hann reynir að hengja frakkann sinn upp, en finnur ekki snagann, að lokum fær frakkinn að liggja á gólfinu. Áki heyrir að faðirinn fer inn í baðherbergið og er þar litla stund, en gengur síðan inn í svefnherbergið. Nú er allt hljótt og Áki stendur á öndinni og hlustar. Síðan gengur faðir- inn nokkur spor, hann hefir fært sig nær rúminu, þá verður allt hljótt á ný. Og svo kemur það sem þögnin boðaði. Móðirin tekur viðbragð í rúminu og ópin velta út úr henni eins og blóðstraumur. ,,Djöfullinn þinn, djöfull, djöfulldjöfull,11 æpir hún aftur og aftur, þar til röddin smá- sljóvgast og deyr að lokum út í hryglukenndum ekka. Og allt verður hljótt enn á ný. Angist drengsins í eldhúsinu er meiri en orð fá lýst. Og loks verður Áki svo örmagna af því að vera gagntekinn skelfingu, að hann flýr á náðir svefnsins Mister Sandman, bring me a dream, Make him the cutest that I’ve ever seen, Give him the word that I’m not a rover, Then tell me that my lonesome nights are over. Sandman — I’m so alone, Don’t have nobody to call my own, Please turn on your magic beam, Mister Sandman, bring me a dream. \ 37

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.