Bergmál - 01.05.1955, Side 40

Bergmál - 01.05.1955, Side 40
M A í Bergmál -------------------- með teppið upp fyrir höfuð. Ein- hvern tíma síðar um nóttina vaknar hann andartak og heyrir nú að einhver byltir sér í rúminu inni í svefnherberginu og jafnframt heyrir hann hljóð- skraf. f>etta tvennt táknar frið. Ógnir þessarar nætur eru liðnar hjá. Nú fyrst sleppir hann hnífn- um, sem hann hefur haldið utan um allan tímann, og nú fyrst sofnar hann vært. Þessir sí-endurteknu nætur- leikir eiga einnig sí-endurtekið framhald, dagleiki, sem eru ennþá hræðilegri en næturleik- irnir. Á daginn er ekki hægt að vera ósýnilegur. Um klukkan sex síðdegis þrífur móðirin í öxlina á hon- um þar sem hann situr yfir lexí- unum sínum á dívangarminum. „Farðu til pabba þíns,“ segir hún. „Farðu til pabba þíns og segðu honum að mig vanti pen- inga.“ Þegar hann kemur út á göt- una kemur drengur úr sama húsi, togar í peysuna hans Áka og biður hann að koma að leika. En Áki veit að móðirin er í glugganum og horfir á eftir hon- um svo að hann slítur sig af hinum drengnum og hleypur niður götuna eins og einhver væri á hælum hans. Hann gengur fram hjá kránni, rétt hjá dyrunum og beygir fyrir næsta horn og inn í hliðargötu. Hann nemur staðar framan við húsið, sem verkstæði föðurins er í. Eftir nokkra stund heldur hann inn í verkstæðið, þar leik- ur hann sér langa stund að því að láta sem faðirinn sé þar og hafi falið sig á bak við kassa eða tunnu til að skemmta hon- um. En hálftíma síðar er hann orðinn þreyttur á þessum leik og fer út aftur. Við hliðina á kránni er bús- áhaldaverzlun og úrsmiðsverk- stæði. Hann stendur fyrst langa stund framan við glugga bús- áhaldaverzlunarinnar og drep- ur tímann með því að telja alla hlutina í glugganum aftur og aftur, svo færir hann sig að glugga úrsmiðsverkstæðisins og horfir á úrin lengi, lengi. Loks ákveður hann að þegar sekúndu- vísirinn á stærsta úrinu hafi gengið tíu hringi, þá skuli hann fara inn í krána. Hann skýzt inn um dyrnar á kránni þegar enginn sér til hans og hraðar sér beina leið að rétta borðinu, til þess að vekja sem minnsta eftirtekt. Faðirinn veit- ir honum ekki athygli strax, en einn af hinum sér hann. „Strákurinn þinn er víst kom- 38

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.