Bergmál - 01.05.1955, Síða 44

Bergmál - 01.05.1955, Síða 44
M A í B E R G M Á L ------------------- „Við vitum margt,“ svaraði hún. „En ég get ekki að svo komnu sagt yður hvers vegna, og ég get heldur ekki sagt yður hver við erum.“ Hann yppti öxlum í uppgjöf. „Þá það,“ sagði hann og and- varpaði, „ég tek þetta gott og gilt. Hversu get ég verið yður til hjálpar, hver sem þér nú eruð?“ Hún sneri til dyra tjaldsins. „Til yðar kasta kemur ekki fyrr en ég hef vísað yður leið til borgarinnar.11 „Hvaða borgar?“ spurði Lar- tal önugur. „Borgarinnar, sem ég kem frá,“ var svarið sem hann fékk. Lartal átti erfitt með að hreyfa sig og þegar hann tók fyrstu skrefin fann hann til svima. En hann var jafnframt mjög reiður. Hann gekk til ungu stúlkunnar og lagði höndina á handlegg hennar. „Þér eruð mjög fallegar,“ sagði hann, „en þó hefi ég mesta löngun til að drepa yður. Ég veit að þér starfið fyrir Omar Ben Khalif.“ Stúlkan virtist í fyrstu bæði sár og hrygg. En að andartaki liðnu hafði hún náð valdi yfir tilfinningum sínum og talaði með stillingu. „Borgin, sem ég á heima í þarfnast yðar, Lartal kapteinn. Ég vildi að svo væri ekki. Ég vildi að ég hefði látið yður af- skiptalausan og látið yður deyja úti á sléttunni.“ En Lartal heyrði óljóst það sem hún sagði. Áreynslan við að standa á fætur hafði reynzt hon- um um megn. Hann hneig niður á rúmið og andartaki síðar var hann meðvitundarlaus á ný. Aftur hjá herdeildinni. Hið næsta sem Lartal skynj- aði, var að nokkrir hermenn úr Útlendingaherdeildinni stóðu yfir honum. Þeir sögðu honum að hann væri staddur nokkra kílómetra frá bækistöðvum her- deildarinnar í Tabelbaba um leið og þeir báru hann að úlf- alda einum, sem stóð söðlaður rétt hjá, og hjálpuðu honum á bak. Er hann kom til virkisins gaf hann Vasil majór og einum herforingja úr leyniþjónustunni skýrslu. í fyrstu voru þessir tveir hershöfðingjar mjög al- varlegir, en þegar leið á frá- sögnina fóru þeir að glotta all- háðslega. Lartal hætti frásögn sinni og leit á þá. „Þið trúið mér ekki?“ sagði hann. Majór Vasil hló góðlátlega. 42

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.