Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 47

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 47
1955 Bergmál Hann á sér greni einhvers staðar í þessum fjöllum — —“ „Já, og þar býr hann náttúr- lega með rauðhærðri fegurðar- dís,“ greip majórinn fram í. Lartal lét sem hann heyrði ekki kaldhæðnina. „Hlæjið eins og yður lystir, það skiptir engu máli. En ef mér tekst að finna stúlkuna, þá mun ég einnig finna Omar. Fáið mér nokkurn liðsstyrk og þá skal ég svæla Omar út úr greninu." „Faul,“ sagði majórinn vin- gjarnlega. „Þú verður að gleyma þessari stúlku og þessum fjöll- um með leyniborgum sínum og drísildjöflum. Útlendingaher- deildin hefur þegar kannað þau til 'hlítar. Þar finnast engir leynistígir." Lartal reis á fætur. „Ég óska leyfis til að hafa tal af yfir- hershöfðingjanum,“ sagði hann alvarlegur í bragði. Majór Vasil yppti öxlum, en lofaði því samt, að hann skyldi sækja um áheyrn fyrir hann. En viðtalið reyndist ekki árangursríkara en Lartal hefði mátt búast við. Yfirhershöfð- inginn veitti honum að vísu viðurkenningu fyrir það hugar- far og þann kjark, sem fælist í því að vilja koma fram hefndum fyrir menn sína. „En ég get ekki samþykkt að þér ráðizt í leiðangur, sem byggður er á fleipri einu og hjá- trúarfullum orðrómi,“' bætti hann við. „Þar sem þér eruð ekki orðnir hershöfðingi ennþá, verð- ið þér að fylgja fyrirskipunum mínum, en getið ekki farið eftir hugmyndum yðar um rauð- hærða eyðimerkurdís.“ Yfirhershöfðinginn gaf til kynna að áheyrninni væri lokið. Majórinn og Lartal kvöddu að hermannasið og fóru. Úti fyrir beið þeirra vagn. Er þessir tveir menn nálguðust vagninn, mjak- aði arabiskur betlari sér í veg fyrir þá. Hanri rétti snögglega fram höndina og stakk sendi- bréfi í lófa Vasils majórs, en andartaki síðar var hann horf- inn í mannþröngina. Majórinn leit á utanáskrift bréfsins, en hún var „Lartal kapteinn,“ skrifað með nettri og æfðri. hönd. Majórinn rétti vini sínum bréfið þegar í stað og muldraði eitthvað í barm sér. Lartal reif bréfið upp. Út úr umslaginu féll nisti — nisti, sem hann hafði borið dag- inn sem orustan stóð, en sem hann hafði ekki borið þegar hann sneri til herbúða TJtlend- ingaherdeildarinnar aftur. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.