Bergmál - 01.05.1955, Page 51

Bergmál - 01.05.1955, Page 51
Úr Nasredclin Hodsclia: FJÓRAR TYRKNESKAR SÖGUR Steikin Ijúfjenga. Nasreddin var eitt sinn boðinn í mat hjá hátt settum höfðingja og var honum borin steik, sem var svo safarík og bragðgóð, að hann át af gríðarlegri áfergju og gat alls ekki hætt. Einn gest- anna, sem næstur honum sat, aðvaraði hann; „Borðaðu ekki svona mikið af steikinni, það endar með því, að þú etur þig í hel.“ Nasreddin féllust hendur og sat hann nokkra stund 1 þung- um þönkum. En skyndilega sagði hann hátt og ákveðið: „Skilið kveðju til konu minnar og lítið til með börnunum mín- um.“ En er hann hafði þetta sagt réðist hann á steikina að nýju. Draumurinn um 9 pund af gulli. Nótt eina dreymdi Nasreddin Hodscha, að maður nokkur kæmi til hans og gæfi honum 9 pund af gulli, og fannst honum í draumnum, að hann færi að þjarka við gefandann og segði: „Þér gætuð nú alveg eins gefið mér 10 pund.“ Þegar hér var komið í draumnum vaknaði Nasreddin og þegar honum varð ljóst að hann hafði ekkert gull í hend- inni, kreisti hann aftur augun af öllum kröftum, rétti fram höndina og sagði í hálfum hljóð- um: „Allt í lagi, lagsmaður. Komdu bara með það. Ég geri mig ánægðan með þessi 9 pund.“ Mjöl þurrkað á værðarvoð. Nágranni Hodscha kom eitt sinn í heimsókn og bað hann að lána sér værðarvoð. Hodscha gekk inn í hús sitt, en kom að vörmu spori út aftur og sagði að værðarvoðin væri þakin af mjöli, sem breitt hefði verið á hana til þerris. Þá spurði nágranninn: „Þurrkið þið mjöl á værðarvoð hér? Á ég að trúa því að það sé hagkvæmt?“ „Hagkvæmt er það ekki,“ svaraði Hodschan, „og við ger- um það ekki að gamni okkar, en 49

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.