Bergmál - 01.05.1955, Page 53

Bergmál - 01.05.1955, Page 53
Framhalrissaga: Leyndarmál hælisins Eftir Rohin York. „Ah, vitanlega! í ókunnu herbergi og á ókunnum stað, það er mjög eðlilegt. En þér munuð brátt venjast því, og það er verulega unaðslegt hérna á sumrin, ekki satt, Alex?“ Hann sneri sér að starfsbróður sínum. Doktor Gordon sat með dagblaðið, fletti nú við blaði, en svaraði engu. Austurríski læknirinn yppti öxlum, hnyklaði brýnnar og sneri sér aftur að Christinu: „En mér finnst nú reyndar að vorið sé skemmtilegasti tími ársins. Þá verðum jafnvel við læknarnir mann- legir!“ Enda þótt hann reyndi að vera glaðlegur var þó einhver falskur tónn í rödd hans, eða svo fannst Christinu að minnsta kosti og hafði það þau áhrif að gera þögn hinna tveggja enn dýpri og kuldalegri. Hún hafði ákafan höfuðverk og tók því inn aspirín með kaffinu. Er hún rétti bolla sinn til Arnolds Faber til að fá viðbót tók hún eftir því að doktor Anstruther starði á hana yfir gleraugu sín og var skrítinn svipur á honum. Þegar hún leit í augu hans, leit hann undan þegar í stað, en þetta hafði ónotaleg áhrif á Christine. David Blair hafði sagt að doktor 51

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.