Bergmál - 01.05.1955, Page 54

Bergmál - 01.05.1955, Page 54
Bergmál Maí Anstruthers lifði í sínum sérheimi og veitti umhverfi sínu litla eða enga athygii. En samt hafði Christine séð í augum hans vakandi athygli og leitandi skarpskyggni. En hvernig gat staðið á þvíV Hún gat skilið gremju doktors Gordons, en hún hafði ekki talað neitt við doktor Anstruther og ekki átti hún að vinna með honum, né á nokkurn hátt að fara inn á hans starfssvið. Hún drakk kaffið og leit við og við til hans, en nú voru augu hans hulin að baki hinum þykku glerjum í gleraug- unum. Christine farmst vanlíðan sín aukast eftir því sem á leið og létti henni er doktor Gordon loks reis á fætur og sagði um leið og hann horfði á hana köldum, rannsakandi augum: „Að tíu mínútum liðnum verð ég kominn 1 skrifstofu mína, og yður til þénustu, doktor Dunbar,“ sagði hann. Því næst stikaði hann út úr stofunni án þess að bíða svars og andartaki síðar hélt doktor Anstruthers á eftir honum. Doktor Faber hagrætti sér í sætinu og virtist hálf órólegur. „Þér skuluð ekki taka neitt tillit til þess hvernig þeir hegða sér, doktor Dunbar, þetta er aðeins ... . “ Hann virtist vera í stökustu vandræðum. „Ég gerði ráð fyrir ýmsum óþægindum,“ sagði Christine gremju- lega, „en þessi fruntaskapur, þessi .... “ „Segið ekki fleira, kæra, unga kona!“ sagði doktor Faber biðjandi. „Það er óafsakanlegt, það skal ég viðurkenna, en við höfum verið svo lengi einangraðir hér í okkar takmarkaða heimi — heimi, sem byggður er karlmönnum einum, fullum eigingirni og snauðum af öllum mildandi áhrifum. Ef til vill er „mildandi“ ekki hið rétta orð, en þér skiljið víst hvað ég á við?“ „Ég sætti mig vel við orðalag yðar, svo að þér þurfið ekki að biðja afsökunar á því,“ svaraði Christine einlæglega og hann brosti glaðlega til hennar. „Má bjóða yður að reykja?“ spurði hann. „Já, þakka yður fyrir,“ hún hallaði sér áfram til að kveikja í sígarettunni við eldspítuna, sem hann rétti að henni, „ég veit, að ég er fyrsti kvenlæknirinn, sem starfar hér, en hér eru samt hjúkrunarkonur.“ 52

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.