Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 54

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 54
Bergmál Maí Anstruthers lifði í sínum sérheimi og veitti umhverfi sínu litla eða enga athygii. En samt hafði Christine séð í augum hans vakandi athygli og leitandi skarpskyggni. En hvernig gat staðið á þvíV Hún gat skilið gremju doktors Gordons, en hún hafði ekki talað neitt við doktor Anstruther og ekki átti hún að vinna með honum, né á nokkurn hátt að fara inn á hans starfssvið. Hún drakk kaffið og leit við og við til hans, en nú voru augu hans hulin að baki hinum þykku glerjum í gleraug- unum. Christine farmst vanlíðan sín aukast eftir því sem á leið og létti henni er doktor Gordon loks reis á fætur og sagði um leið og hann horfði á hana köldum, rannsakandi augum: „Að tíu mínútum liðnum verð ég kominn 1 skrifstofu mína, og yður til þénustu, doktor Dunbar,“ sagði hann. Því næst stikaði hann út úr stofunni án þess að bíða svars og andartaki síðar hélt doktor Anstruthers á eftir honum. Doktor Faber hagrætti sér í sætinu og virtist hálf órólegur. „Þér skuluð ekki taka neitt tillit til þess hvernig þeir hegða sér, doktor Dunbar, þetta er aðeins ... . “ Hann virtist vera í stökustu vandræðum. „Ég gerði ráð fyrir ýmsum óþægindum,“ sagði Christine gremju- lega, „en þessi fruntaskapur, þessi .... “ „Segið ekki fleira, kæra, unga kona!“ sagði doktor Faber biðjandi. „Það er óafsakanlegt, það skal ég viðurkenna, en við höfum verið svo lengi einangraðir hér í okkar takmarkaða heimi — heimi, sem byggður er karlmönnum einum, fullum eigingirni og snauðum af öllum mildandi áhrifum. Ef til vill er „mildandi“ ekki hið rétta orð, en þér skiljið víst hvað ég á við?“ „Ég sætti mig vel við orðalag yðar, svo að þér þurfið ekki að biðja afsökunar á því,“ svaraði Christine einlæglega og hann brosti glaðlega til hennar. „Má bjóða yður að reykja?“ spurði hann. „Já, þakka yður fyrir,“ hún hallaði sér áfram til að kveikja í sígarettunni við eldspítuna, sem hann rétti að henni, „ég veit, að ég er fyrsti kvenlæknirinn, sem starfar hér, en hér eru samt hjúkrunarkonur.“ 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.