Bergmál - 01.05.1955, Síða 55

Bergmál - 01.05.1955, Síða 55
BergmXl 1955 Doktorinn hló þurrlega. „Þér hafið sennilega ekki séð hjúkrunar- konurnar okkar, nema þá tilsýndar,“ sagði hann. „Okkur gengur illa að fá hjúkrunarkonur hingað í þennan afskekkta hrafnakrók — þeim yngri finnst vera dauflegt hér og leiðinlegt. Ég held að hér sé engin hjúkrunarkona undir fertugsaldri, og ég hefi grun um að yfirhjúkrunarkonan velji aðeins þær sem eru gjörsneyddar öllum kvenlegum yndisþokka. Þér hafið ekki séð yfirhjúkrunarkonuna, eða hvað?“ Christine hristi höfuðið. Hún leit á armbandsúr sitt, eins og dá- lítið kvíðafull. Hún ætlaði ekki að láta doktor Gordon bíða eftir sér. Doktor Faber hélt áfram, og sagði dálítið illkvittnislega: „A-ha, þá eigið þér eftir að verða ánægju aðnjótandi." Það var eitthvað í rödd hans, sem kom Christine til að líta hvasst á hann. „Ah, já, verið vissar um það!“ hélt hann áfram. „Grainger yfir- hjúkrunarkona er ekki orðin fertug enn. Hún er mjög lagleg kona, en —- en henni geðjast ekki að þeirri tilhugsun að eignast keppi- nauta, að minnsta kosti ekki á meðal starfsliðs síns, hjúkrunar- kvennanna. Eða svo álít ég að minnsta kosti. En, að vísu,“ hann yppti öxlum, „að vísu eru allar yfirhjúkrunarkonur mestu sköss.“ . Kvennadeild okkar, eins og þér vitið víst,“ bætti hann við í flýti, „er ný deild og enn sem komið er, eru sjúklingar þar innan við tuttugu. Án efa verður sú deild stækkuð nú, eftir ráðningu yðar. Það mun vera ætlun Kennans, að mínu áliti.“ „Einmitt það.“ Christine lauk úr kaffibolla sínum og reis á fætur. Hún minntist konunnar í hjúkrunarkonubúningnum, sem hún hafði séð bregða fyrir kvöldið áður í faðmi karlmanns, en ákvað að nefna það ekki við doktor Faber. Ef dæma mátti út frá þeim orð- um, sem hann hafði látið falla um hjúkrunarkonurnar, myndi hann vart trúa hemii. Og hvað sem því leið, þá var þetta nokkuð sem kom henni ekkert við. „Viljið þér gjöra svo vel og-hafa mig afsakaða? Það er víst kom- inn tími til að ég gangi á fund doktor Gordons“ Það brá fyrir á andliti hans einhverjum svipbrigðum, sem ef til vill var vottur af gremju. „Auðvitað megið þér ekki láta Alex vin okkar bíða. Honum myndi alls ekki falla það vel.“ Hann reis 53

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.