Bergmál - 01.05.1955, Side 59

Bergmál - 01.05.1955, Side 59
1955 Bergmál Alls staðar heyrði hún lofsyrði um doktor Blair, sem henni virtist því, að framkvæmt hefði allar höfuð-læknisaðgerðir í þessari deild og jafnframt gert flesta þá uppskurði, sem nauðsynlegt hafði verið að gera. Hun hlustaði á þessi lofsyrði með mestu ánægju og hlýnaði um hjartarætur. Henni varð litið upp og horfðist andartak í augu við yfirhjúkrunarkonuna. Christine fann að hún roðnaði, því að yfirhjúkrunarkonan starði rannsakandi augnaráði á hana og lék kynlegt bros um varir hennar. Ekki bólaði neitt á doktor Gordon enn, er þær höfðu lokið að skoða kvennadeildina og gekk yfirhjúkrunarkonan nú á undan inn eftir illa upplýstum gangi, án þess að mæla orð frá vörum, en inn af þessum gangi lágu einhver einkaherbergi. „Aðeins sum þessarar herbergja eru nptuð,“ sagði yfirhjúkrunar- konan ótilkvödd. „Þér hafið nú þegar séð flest alla sjúklingana hér, doktor Dunbar. Það eru þó þrír eða fjórir eftir, sem ég vildi heldur að þér sæjuð í fylgd með doktor Gordon.“ Hún hikaaði við, með höndina á handfanginu að einum dyrunum. „Auk þess er svo karladeildin — ég hef ekki sýnt yður hana, þar sem ég geri ráð fyrir, að þér munuð lítið eða ekkert hafa af henni að segja.“ Christine ætlaði að fara að þakka yfirhjúkrunarkonunni fyrir þessa fylgd og vinsemd, en varð seinni til að hefja máls. „Hér inni eru tveir sjúklingar, sem bíða uppskurðar.“ Hún opn- aði dyrnar aðeins sem snöggvast, svo að Christine sá aðeins í svip inn í stofuna, en lokaði því næst röggsamlega aftur. „En þeir eru í höndum doktors Faber og svo að sjálfsögðu einnig doktors Kennan sjálfs. Og næsta hæð ofan við þessa hér er eingöngu fyrir sjúklinga doktors Kennan, en hvorki þér né doktor Gordon þurfið neitt um þá að hugsa.“ „Ég skil,“ svaraði Christine, en fannst þetta þó kynlegt, því að það var mjög óvenjulegt að sjúklinga væri ekki vitjað af hinum ýmsu læknum sjúkrahúsanna enda þótt þeir væru eingöngu í um- sjá yfirlæknis. Hún spurði þó einskis nánar, og yfirhjúkrunarkonan hélt áfram: - „Svo er að sjá, sem doktor Gordon muni ekki hyggja á stofugang fyrr en síðdegis í dag.“ 57

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.